Byltingarkenndar aðferðir á Bifröst

Hönnun | 14. október 2023

Byltingarkenndar aðferðir á Bifröst

Björg Ingadóttir fatahönnuður segir að miklir möguleikar felist í stafrænni fatahönnun og mikilvægt sé fyrir fólk í faginu að tileinka sér þessa tækni. Íslendingar hafi til þessa verið seinir að grípa þau tækifæri sem felist í stafrænni hönnun en nú sé farið að bjóða upp á nám í stafrænni fatahönnun í Háskólanum á Bifröst og þá er ekki til setunnar boðið.

Byltingarkenndar aðferðir á Bifröst

Hönnun | 14. október 2023

Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum kennir stafræna fatahönnun í Háskólanum í …
Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum kennir stafræna fatahönnun í Háskólanum í Bifröst. Ljósmynd/Aðsend

Björg Ingadóttir fatahönnuður segir að miklir möguleikar felist í stafrænni fatahönnun og mikilvægt sé fyrir fólk í faginu að tileinka sér þessa tækni. Íslendingar hafi til þessa verið seinir að grípa þau tækifæri sem felist í stafrænni hönnun en nú sé farið að bjóða upp á nám í stafrænni fatahönnun í Háskólanum á Bifröst og þá er ekki til setunnar boðið.

Björg Ingadóttir fatahönnuður segir að miklir möguleikar felist í stafrænni fatahönnun og mikilvægt sé fyrir fólk í faginu að tileinka sér þessa tækni. Íslendingar hafi til þessa verið seinir að grípa þau tækifæri sem felist í stafrænni hönnun en nú sé farið að bjóða upp á nám í stafrænni fatahönnun í Háskólanum á Bifröst og þá er ekki til setunnar boðið.

„Möguleikarnir eru óþrjótandi og nýtast á öllum sviðum fatahönnunar, allt frá sníðagerð, mátunar, framleiðslu og þar fram eftir götunum,“ segir Björg sem kennir stafræna hönnun í Bifröst. Björg er mikill reynslubolti í faginu en hún er stofnandi Spaksmannsspjara. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á nám í stafrænni fatahönnun á Íslandi.

„Ég ætla að kenna byltingarkenndar aðferðir við að hanna föt. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að draga úr kolefnisfótsporinu og í raun eigum við ekki að þurfa að sóa neinu í fatahönnun ef við færum okkur í stafræna hönnun,“ segir Björg.

Allt vinnur gegn okkur hér á landi

„Umhverfið hér á Íslandi hefur alltaf verið mjög krefjandi fyrir fatahönnuði en með því að tileinka sér stafræna tækni er hægt að yfirstíga margar hindranir sem hafa sligað fagið fram til þessa. Við búum á lítilli eyju og allt vinnur gegn okkur eins og gjaldmiðillinn og smæð markaðarins.

Við höfum alltaf þurft að gera allt sjálf. Nú með tækninni er raunverulega hægt að gera allt sjálfur. Allt frá því að búa til snið og setja í framleiðslu. Maður getur meira að segja fylgst með stöðunni í sjálfum verksmiðjunum í gegnum tölvuna.“

Dregur úr sóun og styður við nýsköpun

„Sama hvort þú sért fatahönnuður, klæðskeri, stílisti, tölvuleikjahönnuður, listamaður eða bara áhugamaður um handverk þá er þetta færni sem vert er að tileinka sér sem fyrst því þetta er bara framtíðin. Þá er þetta líka umhverfisvænna og nýtingin verður betri.

Til dæmis ef maður er að vinna að sníðagerð, þá koma mistökin fyrr fram í ferlinu. Nýtingin er einnig betri sem og þjónustan við neytandann. Tískuiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja vegna umhverfismála og ég trúi því að með þessari tækni verði hægt að vera snúa við þróuninni. Þetta dregur úr sóun og styður við nýsköpun,“ segir Björg.

mbl.is