Fólk sem vinnur heima borðar meira

Næring & Heilsa | 14. október 2023

Fólk sem vinnur heima borðar meira

Rannsóknir sýna að þeir sem vinna heima hjá sér eiga það til að borða meira en þeir sem mæta á vinnustað.

Fólk sem vinnur heima borðar meira

Næring & Heilsa | 14. október 2023

Það eru kostir og ókostir við að vinna heima.
Það eru kostir og ókostir við að vinna heima. Ljósmynd/Colourbox

Rannsóknir sýna að þeir sem vinna heima hjá sér eiga það til að borða meira en þeir sem mæta á vinnustað.

Rannsóknir sýna að þeir sem vinna heima hjá sér eiga það til að borða meira en þeir sem mæta á vinnustað.

Almennt er talið að fólk nái að afkasta meiru ef það fær að vinna heima hjá sér að einhverju leyti. Þó að það séu ýmsir kostir við að vinna heima gefa rannsóknir til kynna að slíkt fyrirkomulag hafi ekki endilega jákvæð áhrif á matarvenjur fólks. 

Fyrirtækið sem rekur hið vinsæla lífsstílssnjallforrit MyFitnessPal hefur birt niðurstöður rannsóknar sem gefur innsýn í matarvenjur fólks á virkum dögum. 

Þátttakendur voru tvö þúsund manns sem unnu að hluta til heima og að hluta til á vinnustað. Í ljós kom að þátttakendur innbyrtu að meðaltali 800 fleiri hitaeiningar á dag þegar þeir unnu heima hjá sér.

„Þegar maður er á skrifstofunni þá er maður kannski búinn að fá sér morgunmat, fær sér svo hádegismat og örlítið á milli mála,“ segir Ginger Hultin næringarfræðingur í viðtali við Fortune.

Þátttakendur sögðust að meðaltali borða fimm sinnum á milli mála en aðeins þrisvar þegar þeir ynnu að heiman.

36% þátttakenda sögðust borða á milli mála vegna leiðinda og hversu auðvelt það væri að nálgast eitthvert snarl. 

60% þátttakenda viðurkenndu fúslega að þau leyfðu sér meira óhollt heima hjá sér en í vinnunni.

Þá var annar þáttur sem einnig hafði áhrif á heilsu fólks sem vann mikið heima hjá sér. Það hreyfði sig minna. Það þurfti ekki lengur að koma sér til og frá vinnu og tók þar af leiðandi færri skref yfir daginn. 50% þátttakenda sögðust ekki fara út úr húsi þegar þeir ynnu heima.

Í ljós kom að fólk sem vann heima tók 4.518 færri skref á dag en aðrir.

Næringarfræðingar mæla með að fólk reyni að vera skipulagðara ef það þarf að vinna heima hjá sér. Það sé mikilvægt að hafa vissa rútínu hvað varðar matartíma og víkja ekki frá henni. 

„Maður á að gefa sér tíma til að setjast niður og njóta matarins. Einbeita sér að bragðinu og áferðinni. Jafnvel þótt þetta séu bara fimm mínútur.“

mbl.is