Mótmæltu Ísrael á götum Kaupmannahafnar

Ísrael/Palestína | 14. október 2023

Mótmæltu Ísrael á götum Kaupmannahafnar

Þúsundir flykktust á götur Kaupmannahafnar, Lundúna og víðar til stuðnings Palestínu í dag.

Mótmæltu Ísrael á götum Kaupmannahafnar

Ísrael/Palestína | 14. október 2023

Fjöldi manns safnaðist saman í Nørrebro í Kaupmannahöfn í dag.
Fjöldi manns safnaðist saman í Nørrebro í Kaupmannahöfn í dag. AFP

Þúsundir flykktust á götur Kaupmannahafnar, Lundúna og víðar til stuðnings Palestínu í dag.

Þúsundir flykktust á götur Kaupmannahafnar, Lundúna og víðar til stuðnings Palestínu í dag.

Um þúsund mótmælendur Ísraelsstjórnar örkuðu um Nørrebro í vesturhluta Kaupmannahafnar og veifuðu borðum með skilaboðum á borð við: „Frelsið Palestínu“ og „Hættið að gera þeim það sem Hitler gerði ykkur!“

Mótmælin voru haldin undir ströngu eftirliti lögreglu að sögn fréttaveitu AFP, sem tók nokkra mótmælendur tali.

AFP

„Hættið að ljúga“

Einn þeirra, sem sagðist heita Abdelaziz, taldi barnalegt að halda að mótmæli myndu stöðva aðgerðir Ísraelsmanna. Þær hófust eftir árás Hamas á Tel Avív fyrir viku síðan og hafa að minnsta kosti fjögur þúsund manns látist á Gasasvæðinu og í Ísrael til samans.

„Við erum að gera þetta til þess að höfða til annarra ríkja og senda þeim ákall um að virða alþjóðalög og mannréttindi. Hættið að ljúga og fela það sem er að eiga sér stað,“ segir Abdelaziz í samtali við AFP.

Annar mótmælandi, hin 17 ára Lena, sagði við AFP:

„Við megum ekki sleppa því að tala um árásir á Gasasvæðinu. Þar er verið að drepa óbreytta borgara og það er óásættanlegt.“

20% Dana styðja aðgerðir Hamas

Margrét Danadrottning og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur mættu á minningarathöfn í sýnagógu Kaupmannahafnar í dag til þess að minnast fórnarlamba árásar Hamas í síðustu viku.

20% Dana telja árás Hamas hafa verið réttlætanlega en 41% voru ósammála því samkvæmt könnun danska fyrirtækisins Voxmeter sem framkvæmd var fyrir danska fjölmiðilinn Ritzau.

AFP

Átök milli lögreglu og mótmælenda í Lundúnum

Óeirðarlögregla var viðstödd mótmælin í Lundúnum þar sem kom til ryskinga milli hennar og almennings. Þar hafði lögregla varað við því að sýna Hamas stuðning, þar sem um hryðjuverkasamtök er að ræða. Þeir sem gerðu það yrðu handteknir.

Þá sást til manns sem mætti á mótmælin til stuðnings Ísraels einn síns liðs. Umkringdi lögregla manninn til þess að tryggja öryggi hans að því er ráða má af myndum AFP.

Fjöldi safnaðist saman á Trafalgartorgi og voru nokkrir handteknir í ryskingum. Samstöðufundir voru haldnir víðar á Bretlandi, í Liverpool, Bristol, Cambridge, Norwich, Coventry, Edinborg og Swansea.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is