Dúnmjúkir bleikir vegan kleinuhringir

Uppskriftir | 15. október 2023

Dúnmjúkir bleikir vegan kleinuhringir

Bleiki dagurinn er fram undan föstudaginn 20. október næstkomandi og þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að vera bleik, bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma, bjóða upp á bleikar kræsingar og halda bleik kaffiboð svo fátt sé nefnt. Þetta er hvatning til allra svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu.

Dúnmjúkir bleikir vegan kleinuhringir

Uppskriftir | 15. október 2023

Þessi litríku og fallegu kleinuhringir eiga vel við bleikan október …
Þessi litríku og fallegu kleinuhringir eiga vel við bleikan október og tilvalið á bjóða upp á þessi á bleika deginum. Ljósmynd/Valla

Bleiki dagurinn er fram undan föstudaginn 20. október næstkomandi og þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að vera bleik, bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma, bjóða upp á bleikar kræsingar og halda bleik kaffiboð svo fátt sé nefnt. Þetta er hvatning til allra svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu.

Bleiki dagurinn er fram undan föstudaginn 20. október næstkomandi og þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að vera bleik, bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma, bjóða upp á bleikar kræsingar og halda bleik kaffiboð svo fátt sé nefnt. Þetta er hvatning til allra svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu.

Valgerður Gréta Gröndal hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og ætlar …
Valgerður Gréta Gröndal hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og ætlar að baka kleinuhringi fyrir bleika daginn og skreyta þá með bleiku. mbl.is/Árni Sæberg

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, uppskriftahöfundur sem heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal er ein þeirra sem tekur þátt í bleika deginum og býður upp á bleikar kræsingar, að þessu sinni dúnmjúka kleinuhringi með öllu tilheyrandi.

Vegan kleinuhringir með bleikum glassúr

„Á bleika deginum í október ár hvert klæði ég mig að sjálfsögðu í einhverja geggjaða bleika múnderingu og gref upp skærasta bleika varalitinn sem ég á. Tilefnið er ærið og ég vil sýna þeim konum sem greinst hafa með krabbamein samstöðu með þessum hætti. Ég þekki því miður of margar konur sem greinst hafa með krabbamein og of margar þeirra hafa látist vegna þess. Í tilefni dagsins baka ég oft eitthvað bleikt og í ár ætla ég að baka vegan kleinuhringi með afskaplega bleikum glassúr. Ég baka oft vegan kökur og bakkelsi og sér í lagi fyrir fjölskylduhittinga. Í mínum innsta hring eru þó nokkur börn með óþol eða ofnæmi og þá finnst mér best að gera bara vegan uppskriftir á línuna og þá geta allir fengið sér það sama. Á bleika deginum getum við sýnt samstöðu með því að vera bleik, nú eða baka bleikt,“ segir Valla.

Kleinuhringirnir hennar Völlu eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skreytingarnar. Í stað venjulegrar mjólkur ætlar Valla Oatly að nota haframjólk. „Það kemur mjög vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í. Þessa verðið þið bara að prófa,“ segir Valla og lofar að þeir muni hitta í mark. 

Hér er Valla búin að skreyta kleinuhringina á litríkan og …
Hér er Valla búin að skreyta kleinuhringina á litríkan og skemmtilegan hátt. Ljósmynd/Valla

Bleikir vegan kleinuhringir

  • 400 g hveiti
  • 100 g sykur
  • 1 msk. þurrger
  • 1 tsk. salt
  • 230 ml Oatly haframjólk 2.8%
  • 60 ml jurtaolía
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 3 stk. Palmín djúpsteikingarfeiti

Glassúr

  • 400 g flórsykur
  • 3-4 msk. Oatly haframjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. jarðarberjadropar (má sleppa)
  • Bleikur matarlitur
  • Kökuskraut ef vill

Aðferð:

  1. Setjið þurrefni í hrærivélaskál og hrærið aðeins saman með hnoðaranum.
  2. Velgið haframjólkina og olíuna saman upp í 37°C.
  3. Hellið blöndunni rólega saman út í þurrefnin ásamt vanilludropum.
  4. Látið hrærivélina hnoða deigið í 5 mínútur á rólegum hraða.
  5. Látið deigið hefast í 90 mínútur.
  6. Klippið út ferninga úr bökunarpappír, nægilega stóra til þess að kleinuhringur passi á hann.
  7. Rúllið út deigið með kökukefli þar til það er um hálfur sentimetri að þykkt.
  8. Skerið út kleinuhringi með kleinuhringjajárni eða einhverju kringlóttu formi.
  9. Skerið minni hring innan úr með kringlóttu áhaldi, hægt að nota kremstút eða tappa ef ekki vill betur. Setjið hvern kleinuhring ofan á bökunarpappírsbút.
  10. Leggið kleinuhringina á bökunarplötu.
  11. Hitið ofninn í 40°C og úðið að innan með vatni.
  12. Setjið plöturnar með kleinuhringjunum í ofninn og hefið í 40 mínútur.
  13. Setjið palmínkubbana í þykkbotna pott og hitið feitina upp í 175°C. Setjið bökunarplötu nálægt pottinum og klæðið með tvöföldu lagi af eldhúspappír.
  14. Steikið kleinuhringina í feitinni og passið að halda hitastiginu jöfnu. Ef feitin verður heitari en þetta geta hringirnir brennst að utan en orðið hráir að innan.
  15. Þegar kleinuhringirnir eru tilbúnir veiðið þá upp úr og leggið á eldhúspappírinn. Endurtakið þar til allir kleinuhringirnir eru steiktir.
  16. Útbúið glassúrinn og þegar hringirnir hafa kólnað að mestu dýfið þeim þá í glassúrinn og dreifið kökuskrauti strax yfir.
  17. Það er hægt að frysta kleinuhringina en þá er best að gera það án glassúrsins.
  18. Berið fram með bleikri þema og njótið hvers bita.
mbl.is