Hann gefur mér ekki einu sinni afmælisgjöf

Hann gefur mér ekki einu sinni afmælisgjöf

El­ín­rós Lín­dal fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér svarar hún spurningu frá konu sem er ósátt við að eiginmaður hennar geri ekkert fyrir hana þegar hún á afmæli. 

Hann gefur mér ekki einu sinni afmælisgjöf

Elínrós Líndal einstaklings-og fjölskylduráðgjafi | 15. október 2023

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands.
Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

El­ín­rós Lín­dal fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér svarar hún spurningu frá konu sem er ósátt við að eiginmaður hennar geri ekkert fyrir hana þegar hún á afmæli. 

El­ín­rós Lín­dal fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér svarar hún spurningu frá konu sem er ósátt við að eiginmaður hennar geri ekkert fyrir hana þegar hún á afmæli. 

Sæl.

Ég og eiginmaður minn höfum verið gift í nokkur ár og eigum saman þrjú börn. Ég er mikið afmælisbarn og geri alltaf mikið úr afmælum hans og barnanna okkar, en þegar ég á afmæli gerir hann ekkert fyrir mig og gefur mér ekki einu sinni gjöf. Ég hef rætt þetta við hann en eina svarið sem ég fæ er að hann hafi ekkert gaman af afmælum.

Er óraunhæft að ætlast til þess að maki manns geri eitthvað fyrir mann þegar maður á afmæli? Hvað get ég gert?

Bestu kveðjur, 

XX

Sælar og takk fyrir bréfið.

Mér finnst það mjög eðlilegt að þú viljir fagna afmælisdegi þínum. Ekki síst þar sem þú berð ábyrgð á afmælum fjögurra einstaklinga í þinni fjölskyldu. Mér finnst það ekki mikið eða ósanngjarnt.

Ef þú værir hjá mér í ráðgjöf myndi ég án efa spyrja þig, hvernig gengur að biðja hann um aðra hluti?

Er hann er viljugur að mæta þér á þriðju vaktinni með annað? Mér finnst algengt að þeir sem hafa ekki alist upp við að gera vel við sig á afmælisdögum sínum, hafa vanist því og finnst þá eðlilegt að gera ekki mikið á afmælisdögum ástvina sinna.

Það sem ég mæli með að þú gerir er að skrifa niður draumaafmælisdaginn þinn og látir eiginmann þinn vita hvernig hann er. Ég hvet þig til að finna stund með sjálfri þér, með börnum og maka og að skrifa niður allt sem þú óskar þér að fá.

Ef þú gefur honum innsýn í þessar óskir og biður hann um að kaupa vissa hluti fyrir þig, en þú tekur algjöra ábyrgð á þínum degi, þá er allt sem hann gerir, góð viðbót við annars frábæran dag.

Hjónabönd eru að mínu mati mjög einstök og finnst mér góð hugmynd að giftast manni sem er besti vinur manns. Einhver sem maður getur stutt í einu og öllu og fengið hið sama á móti. Það kallast gagnkvæmni. Félagi sem maður getur siglt með í gegnum lífsins ólgusjó.

Hvorki við né maðurinn þinn erum fullkomin og allir eru með eitthvað sem þeir gætu þurft að skoða í eigin fari. Ef í vasann þinn hefur dottið maður sem er duglegur að vinna, er áreiðanlegur, hlýr og góður faðir en alls ekki góður að kaupa hluti, þá myndi ég styðja þá hugmynd fullkomlega að þú bara sleppir honum fyrir horn með þennan vanmátt og kaupir bara gjöfina frá honum til þín sjálf. Merkir pakkann og bakar kökuna og hefur hann svo bara með þér í þessu eins og ekkert hafi í skorist.

Ef hann er gerir hins vegar ekki hluti sem þú biður hann um þá myndi ég gefa honum gula spjaldið og fara með hann í ráðgjöf.

Gangi þér alltaf sem best.

Kær kveðja,

Elínrós Líndal ráðgjafi.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is