Í Texas í Bandaríkjunum leynast þrjár glæsilegar hönnunarperlur sem hönnunarteymið hjá Citizen Nomad hönnuðu og bjóða nú gestum að leigja út. Hver eign hefur sinn einstaka sjarma og hönnunarstíl.
Í Texas í Bandaríkjunum leynast þrjár glæsilegar hönnunarperlur sem hönnunarteymið hjá Citizen Nomad hönnuðu og bjóða nú gestum að leigja út. Hver eign hefur sinn einstaka sjarma og hönnunarstíl.
Í Texas í Bandaríkjunum leynast þrjár glæsilegar hönnunarperlur sem hönnunarteymið hjá Citizen Nomad hönnuðu og bjóða nú gestum að leigja út. Hver eign hefur sinn einstaka sjarma og hönnunarstíl.
Heiti hússins, Parisian Townhouse eða Raðhús í París, lýsir hönnunarstílnum vel enda er hann innblásinn af borg ástarinnar, París í Frakklandi. Falleg smáatriði grípa augað, formfögur húsgögn skapa notalega stemningu og skemmtileg ljós gefa rýmunum karakter.
Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu sem rúmar allt að sjö gesti. Nóttin kostar 145 bandaríkjadali, eða sem nemur um 20 þúsund krónum.
Hlutlaus litapalletta skapar kyrrð og ró í rýmum Artistic Adobe þar sem minimalísk hönnun ræður ríkjum. Hver húsmunur hefur verið valinn af mikilli kostgæfni og fær að njóta sín til fulls.
Í húsinu eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi og pláss fyrir fjóra gesti hverju sinni. Nóttin kostar 140 bandaríkjadali, eða rúmlega 16 þúsund krónur.
Í Casa Bohëm eru öll rýmin hönnuð með ró og slökun í forgrunni, en hönnunin sækir einnig innblástur til Miðjarðarhafsins. Í rýmunum mætist gamaldags sjarmi og módernismi og mynda einstaka stemningu.
Alls eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að sex gesti hverju sinni. Nóttin kostar 139 bandaríkjadali sem nemur rúmum 19 þúsund krónum.