Áslaug er heppin að hafa sloppið lifandi úr vændinu

Edrúland | 16. október 2023

Áslaug er heppin að hafa sloppið lifandi úr vændinu

Áslaug Júlíusdóttir er gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttir, Sterk saman. Áslaug er þrítug, gift og móðir tveggja barna. Hún leiddist út í vændi í Bandaríkjunum þegar hún stundaði þar nám og segist vera heppin að hafa sloppið lifandi út úr þeim ósköpum.

Áslaug er heppin að hafa sloppið lifandi úr vændinu

Edrúland | 16. október 2023

Áslaug Júlíusdóttir leiddist út í vændi í Bandaríkjunum.
Áslaug Júlíusdóttir leiddist út í vændi í Bandaríkjunum.

Áslaug Júlíusdóttir er gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttir, Sterk saman. Áslaug er þrítug, gift og móðir tveggja barna. Hún leiddist út í vændi í Bandaríkjunum þegar hún stundaði þar nám og segist vera heppin að hafa sloppið lifandi út úr þeim ósköpum.

Áslaug Júlíusdóttir er gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttir, Sterk saman. Áslaug er þrítug, gift og móðir tveggja barna. Hún leiddist út í vændi í Bandaríkjunum þegar hún stundaði þar nám og segist vera heppin að hafa sloppið lifandi út úr þeim ósköpum.

Áföllin eiga þó lengri sögu og hófust ekki í Bandaríkjunum. Hún var ekki nema fjórtán ára þegar hún fór að umgangast fólkið í undirheimum Reykjavíkur. 

„Ég fæ hroll við að heyra þetta orð, undirheimar. Þetta er bara sorg og þarna var ég, unglingur, ekki í neyslu, reið, að reyna að bjarga og horfði upp á svo margt sem fjórtán eða fimmtán ára krakki á ekki að sjá,“ segir Áslaug. Á þessum tíma átti hún kærasta sem var 11 árum eldri en hún sem lét lífið meðan þau voru saman. 

„Ég veit að allir gera sitt besta þó það sé ekki alltaf nóg. Bróðir minn var og er að glíma við sín veikindi, mamma við sín veikindi og pabbi við rest. Ég get ekki sett mig í þau spor að eiga barn í vímuefnaneyslu þar sem handrukkarar koma á heimilið þitt og lífið snýst um þetta,“ segir hún. 

Leiddist út í vændi

Áslaug eignaðist fyrsta barnið sitt 18 ára gömul. Hún segir að það hafi verið mikil gæfa - ljósið í lífinu eins og hún kallar son sinn. Fyrir fimm árum flutti hún til Bandaríkjanna til að fara í nám Hún segir að fólk hafi ekki haft mikla trú á henni en það hafi haft þveröfug áhrif. Hún efldist bara við það. 

„Ég sá fljótlega, þegar ég hafði skipulagt allt úti, að námslánin myndu ekki duga,“ segir Áslaug og bendir á að hún hafi ekki mátt vinna í Bandaríkjunum því hún var ekki með atvinnuleyfi. Auk þess var hún með barn á framfæri.

„Ég var einn sunnudag í sundlaugaskemmtun þegar maður gefur sig á tal við mig, eitt leiðir af öðru og ég fer að vinna fyrir hann. Já, hann var pimp,“ segir hún og lýsir því hvernig er að stunda vændi í Bandaríkjunum. 

„Ég ætlaði bara að vera í smá stund, safna smá pening en það virkar ekki þannig. Hann átti mig. Ég þurfti að skila afriti af stundatöflunni í skólanum svo hann vissi mína dagskrá, þetta var full vinna.“

Hún segist hafa þurft að grípa til sinna ráða til þess að geta brauðfætt son sinn. 

„Ég bar ábyrgð á annarri manneskju, ég braut á syni mínum dag eftir dag, með því að vera ekki til staðar,“ segir hún. 

Lamin og lyfjuð 

Margir sjá fyrir sér senur í þáttum eða bíómyndum þar sem konur standa á götuhornum og bíða eftir kúnnum. Það var ekki þannig í tilfelli Áslaugar. 

„Konan á horninu er til en þannig virkaði það ekki. Minn pimp talaði fyrir mína hönd í skilaboðum við kúnna og ákvað eða samþykkti eitthvað, svo var ég bara látin vita og þurfti að framkvæma,“ segir hún og bætir við að það séu miklir peningar í vændisheiminum sem sé stýrt af valdamiklu fólki. Hún var aldrei örugg enda er vændi ólöglegt í Bandaríkjunum.

Í dag er hún þakklát fyrir að hafa komist lifandi út úr þessum heimi og segir að það sé sjaldgæft. Hún lenti í hrottalegri árás, var frelsissvipt, misnotuð illa og lyfjuð. Eftir það var henni hent út á götu.

„Ég var svo lyfjuð og rugluð að ég lamdi í einhvern bíl þar til eigandinn hringdi á lögguna, ég hélt að þeir myndu hjálpa mér en ég var handtekin, sett í appelsínugulan galla og í fangelsi.“

Á dögunum voru mál á hendur henni felld niður í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hafa sloppið þá tók ekkert sældarlíf við henni þegar þau mæðgin komust til Íslands. Hún segir að kerfið hafi brugðist þeim. 

Í dag vinnur Áslaug í skaðaminnkun og lætur fortíðina ekki skilgreina sig. Hún miðlar, er til staðar fyrir fólkið sitt og aðra. 

„Ég frelsaðist, það þýðir í raun bara að ég tók Guð inn í líf mitt og í dag stunda ég bæn og hugleiðslu,“ segir hún. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is