Gullfalleg bleik pavlova fyrir bleika daginn

Uppskriftir | 16. október 2023

Gullfalleg bleik pavlova fyrir bleika daginn

Í tilefni þess að bleiki dagurinn er fram undan bakaði Helena Gunnarsdóttir matar- og kökubloggari með meiru sem heldur úti heimasíðunni Eldhúsperlur þessa glæsilegu bleiku tertu sem fangar augað.

Gullfalleg bleik pavlova fyrir bleika daginn

Uppskriftir | 16. október 2023

Stökk að utan og dúnmjúk að innan, þvílíkt sælgæti.
Stökk að utan og dúnmjúk að innan, þvílíkt sælgæti. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Í tilefni þess að bleiki dagurinn er fram undan bakaði Helena Gunnarsdóttir matar- og kökubloggari með meiru sem heldur úti heimasíðunni Eldhúsperlur þessa glæsilegu bleiku tertu sem fangar augað.

Í tilefni þess að bleiki dagurinn er fram undan bakaði Helena Gunnarsdóttir matar- og kökubloggari með meiru sem heldur úti heimasíðunni Eldhúsperlur þessa glæsilegu bleiku tertu sem fangar augað.

Bleiki dag­ur­inn er fram und­an föstu­dag­inn 20. októ­ber næst­kom­andi en þá hvet­ur Krabba­meins­fé­lagið lands­menn til að vera bleikir, bera bleiku slauf­una, klæðast bleiku og lýsa skamm­degið upp í bleik­um ljóma, bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar og halda bleik kaffi­boð svo fátt sé nefnt. Þetta er hvatn­ing til allra svo að all­ar kon­ur sem greinst hafa með krabba­mein finni fyr­ir stuðningi lands­manna og sam­stöðu.

Áströlsk klassík

„Ég bakaði þessa dásamlegu bleiku pavlovu sem mér finnst fullkomin til að fagna lífinu og bleikum degi. Það er leitun að glæsilegri tertu en þessari áströlsku klassík. Á sama tíma er hún líka alveg ótrúlega einföld en útheimtir bara smá þolinmæði. Ég hef prófað margar útgáfur af pavlovum en þessi er án efa sú besta sem ég hef prófað. Það gæti þótt skrítið að þeyta vatni saman við eggjahvíturnar en marengsinn verður stökkur að utan og dúnmjúkur að innan,“ segir Helena og er nokkuð ánægð með útkomuna.

„Ég er ekki vön að halda sérstaklega upp á bleika daginn öðruvísi en að kaupa Bleiku slaufuna og svo er yfirleitt mjög stutt í bleika kjóla eða annað fínerí sem er auðvitað dregið fram á þessum degi.“

Þessi gullfallega pavlova á svo sannarlega erindi í bleika kaffiboðið.

Gullfalleg pavlovan hennar Helenu sem hún gerði fyrir bleika daginn.
Gullfalleg pavlovan hennar Helenu sem hún gerði fyrir bleika daginn. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Bleika pavlovan

  • 4 eggjahvítur
  • Salt á hnífsoddi
  • 250 g sykur
  • 60 ml kalt vatn
  • ½ tsk. bleikur matarlitur (má sleppa)
  • 1 tsk. hvítvínsedik
  • 1 tsk. vanilluextract
  • 1 msk. + 1 tsk. maísenamjöl

Fylling

  • 4 dl rjómi
  • Fersk ber að eigin vali
  • Dálítill flórsykur, sigtaður yfir að lokum

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 140°C með blæstri.
  2. Þeytið næst eggjahvíturnar og saltið þar til eggjahvíturnar byrja að freyða aðeins.
  3. Bætið sykrinum smám saman út í á meðan þið þeytið.
  4. Þeytið þetta vel saman eða í um eina mínútu.
  5. Bætið þá vatninu hægt og rólega saman við og þeytið áfram.
  6. Þeytið blönduna mjög vel eða þar til stífir toppar myndast á marengsinn. Þetta tekur um 5-7 mínútur á hæstu stillingu á hrærivél.
  7. Þegar blandan er stífþeytt, bætið þá bleikum matarlit saman við og þeytið vel saman.
  8. Takið þá skálina til hliðar og bætið edikinu, vanillu og maísenamjöli varlega saman við með sleikju.
  9. Setjið marengsinn á ofnplötu með bökunarpappír og myndið fallegan hringlaga gíg úr marengsinum sem er um það bil 12 cm í þvermál.
  10. Setjið inn í ofn og bakið í 30 mínútur. Lækkið þá hitann í 120°C og bakið áfram í 45 mínútur.
  11. Slökkvið þá á ofninum en hafið ljósið áfram kveikt og látið pavlovuna kólna hægt og rólega í að minnsta kosti klukkustund eða yfir nótt.
  12. Pavlovan mun falla dálítið í miðjunni sem er hið besta mál og á að gerast.
  13. Þegar pavlovan hefur kólnað alveg er hún fyllt með þeyttum rjóma og berjum.
  14. Berið fallega fram og njótið.
mbl.is