Lavrov á leið til Norður-Kóreu

Norður-Kórea | 16. október 2023

Lavrov á leið til Norður-Kóreu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun heimsækja Norður-Kóreu í þessari viku að sögn utanríkisráðuneytis Rússlands.

Lavrov á leið til Norður-Kóreu

Norður-Kórea | 16. október 2023

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun heimsækja Norður-Kóreu í þessari viku að sögn utanríkisráðuneytis Rússlands.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun heimsækja Norður-Kóreu í þessari viku að sögn utanríkisráðuneytis Rússlands.

Boðið kemur í kjölfar heimsóknar Kim Jon-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, til Rússlands í síðasta mánuði en þar átti hann fundi með Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og fleiri ráðamönnum.

Lavrov er nú staddur í Peking í Kína á undan væntanlegri heimsókn Pútíns til Kína en Rússlandsforseti vill styrkja viðskiptasambönd ríkjanna í ljósi vaxandi einangrunar frá ríkjum á Vesturlöndum.

Rússar og Norður-Kóreumenn, sem er sögulegir bandamenn, eru báðir undir miklum refsiaðgerðum hjá flestum ríkjum heimsins, Rússar vegna árásar í Úkraínu og Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuvopnatilrauna.

Rússar hafa leitast eftir því að kaupa vopn frá Norður-Kóreu vegna stríðrekstursins í Úkraínu og Norður-Kóreumenn vilja fá aðstoð Rússa við að koma sér upp njósnagervihnöttum og til að smíða kjarnorkuknúna kafbáta.

mbl.is