Kardashian í einkaþotu á Arsenal leik

Kardashian | 19. október 2023

Kardashian í einkaþotu á Arsenal leik

Kim Kardashian gerði sér lítið fyrir og flaug með son sinn og nokkrum vinum hans og mæðrum þeirra í einkaþotu til Englands til þess að sjá Arsenal keppa á heimavelli.

Kardashian í einkaþotu á Arsenal leik

Kardashian | 19. október 2023

Mæðginin á Arsenal leikvellinum í London.
Mæðginin á Arsenal leikvellinum í London. Skjáskot/Instagram

Kim Kardashian gerði sér lítið fyrir og flaug með son sinn og nokkrum vinum hans og mæðrum þeirra í einkaþotu til Englands til þess að sjá Arsenal keppa á heimavelli.

Kim Kardashian gerði sér lítið fyrir og flaug með son sinn og nokkrum vinum hans og mæðrum þeirra í einkaþotu til Englands til þess að sjá Arsenal keppa á heimavelli.

Þá fengu börnin tækifæri til þess að hitta einn leikmann liðsins og sýnt er frá ferðinni í raunveruleikaþætti Kardashians.

„Saint er orðinn mikill áhugamaður um fótbolta og ég vildi því skipuleggja draumaferðina,“ segir Kardashian í þættinum sem segist elska að vera strákamamma.

„Ég ætla að fara með Saint, bestu vinum hans og mæðrum þeirra í ferðalag til London og Parísar. Strákarnir elska fótbolta og eru hugfangnir af fótboltamönnum á borð við Ronaldo, Messi og Neymar.“

„Ég reyni alltaf að komast að því hvar ástríða barna minna liggur og geri eitthvað ferðalag úr því. Ég hef farið með Chicago til San Diego því hún elskar dýragarða og allt það. North elskar tísku og ég fór með henni til Parísar. Saint elskar fótbolta svo hann fær þessa ferð. Þetta verður svo gaman og gott tækifæri til þess að styrkja tengslin.“

Það fór vel um strákana um borð í einkaþotunni.
Það fór vel um strákana um borð í einkaþotunni. Skjáskot/Instagram
Strákarnir fylgjast spenntir með.
Strákarnir fylgjast spenntir með. Skjáskot/Instagram
Saint hefur líka hitt David Beckham. Líklegt er að Beckham …
Saint hefur líka hitt David Beckham. Líklegt er að Beckham eigi stóran hlut í því að kveikja áhuga bandarískra barna á fótbolta. Skjáskot/Instagram
mbl.is