„Leyfið ykkur að dreyma stórt“

Kynning | 19. október 2023

„Leyfið ykkur að dreyma stórt“

Hnotubrjóturinn í flutningi úkraínska balletthópsins Kyiv Grand Ballet verður sýndur í Eldborgarsal Hörpu dagana 23.-25. nóvember. Balletthópurinn státar af einvala liði ballettdansara sem mun flytja verkið fyrir fullum sal áhorfenda í aðdraganda aðventunnar og er miðasala þegar hafin. 

„Leyfið ykkur að dreyma stórt“

Kynning | 19. október 2023

Ítalski ballettdansarinn Petra Conti verður aðaldansari í uppsetningu Hnotubrjótsins í …
Ítalski ballettdansarinn Petra Conti verður aðaldansari í uppsetningu Hnotubrjótsins í flutningi balletthópsins Kyiv Grand Ballet í Hörpu í nóvember. Ljósmynd/Aðsend

Hnotubrjóturinn í flutningi úkraínska balletthópsins Kyiv Grand Ballet verður sýndur í Eldborgarsal Hörpu dagana 23.-25. nóvember. Balletthópurinn státar af einvala liði ballettdansara sem mun flytja verkið fyrir fullum sal áhorfenda í aðdraganda aðventunnar og er miðasala þegar hafin. 

Hnotubrjóturinn í flutningi úkraínska balletthópsins Kyiv Grand Ballet verður sýndur í Eldborgarsal Hörpu dagana 23.-25. nóvember. Balletthópurinn státar af einvala liði ballettdansara sem mun flytja verkið fyrir fullum sal áhorfenda í aðdraganda aðventunnar og er miðasala þegar hafin. 

Petra Conti, hin virta ítalska príma-ballerína er aðaldansari balletthópsins Kyiv Grand Ballet ásamt Viktori Tomashek. Saman munu þau leiða sýninguna í Hörpu í ár en Hnotubrjóturinn hefur lengi verið einn dáðasti ballett allra tíma sem margir tengja við jólahátíðina.

Ótrúleg fyrirmynd

Petra Conti á stórbrotna sögu sem lætur engan ósnortinn. Ferill Petru hófst þegar hún var barnung og hefur hún allar götur síðan helgað líf sitt ballettinum.

„Þetta byrjaði allt sem skemmtileg tómstund en innst inni vissi ég að þessi örlög biðu mín. Ég lít á ballettinn sem gjöf sem mér var gefið. Alla tíð hef ég tekið þessari vegferð alvarlega og verið einbeitt í að ná árangri. Í barnæsku og fram á unglingsár átti ég engin önnur áhugamál og helgaði ég líf mitt ballettinum mjög snemma,“ segir Petra Conti, atvinnuballettdansari.

Petra Conti hefur brugðið sér í mörg hlutverk í gegnum …
Petra Conti hefur brugðið sér í mörg hlutverk í gegnum tíðina og dansað af ástríðu. Ljósmynd/Aðsend

Nafn Petru Conti er mjög þekkt innan ballettsenunnar og þó víðar væri leitað, því Petra lætur til sín taka á mörgum sviðum lífsins.

„Þetta hefur verið langt ferðalag sem einkennst hefur af blóði, svita og nokkrum tárum og mjög mörgum ánægjulegum augnablikum þar sem ástríða og virðing fyrir danslistinni hefur ráðið för,“ segir Petra Conti. „Ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi og myndi ekki vilja breyta neinu. Ég hef yfirstigið margar áskoranir í lífinu og er þakklát fyrir þann stað sem ég er á núna.“

Baráttan við krabbameinið

Samhliða því að vera eitt þekktasta andlit ballettsenunnar, príma-ballerína á alþjóðavísu, þjálfari og listrænn stjórnandi, þá er Petra Conti einnig mjög þekkt á samfélagsmiðlum. Þar lætur hún gott af sér leiða í gegnum fylgjendahóp sinn en Petra Conti greindist með nýrnakrabbamein árið 2016. Nýlega sigraðist Petra á krabbameininu og í kjölfarið hefur hún lagt mikið kapp á að aðstoða krabbameinssjúk börn með sínum einstaka hætti.

„Það var mikið áfall að greinast með krabbamein. Fyrsti dagurinn var mikið sjokk en á öðrum degi hafði ég samþykkt þessa staðreynd. Síðan þá hef ég reynt að njóta hverrar mínútu sem ég fæ að lifa,“ lýsir Petra. „Krabbameinið breytti mér. Það breytti mér í betri manneskju,“ segir hún og telur sjálfa sig hafa orðið þakklátari manneskju fyrir vikið.

Petra var ekki há í loftinu þegar hún ákvað að …
Petra var ekki há í loftinu þegar hún ákvað að helga líf sitt ballettinum. Ljósmyndari/Aðsend

„Ég fór að lifa hvern dag eins og hann væri minn síðasti. Varð þakklátari fyrir líf mitt, afrek mín og allt fólkið mitt,“ segir Petra sem upplifði mjög þungbær veikindi sökum krabbameinsins en með þrautseigjuna að vopni náði hún að sigrast á því.

„Þetta var erfitt og mjög hægt ferli. Fyrir mig var mjög sárt að þekkja ekki sinn eigin líkama lengur og það tók mig langan tíma að koma mér aftur á þann stað sem ég var komin á áður en ég greinist. Þegar það gerðist þá fannst mér ég koma tvíefld til baka - sterkari sem aldrei fyrr.“

Stofnaði styrktarfélag fyrir krabbameinssjúk börn

Síðustu ár hefur Petra Conti látið gott af sér leiða til góðgerðarmála og hefur einsett sér að styðja við krabbameinssjúk börn. Hefur hún farið þá leið að selja notaða ballettskó af sjálfri sér á uppboðum þar sem fjárhæðirnar renna óskiptar til góðgerðarmála í þágu krabbameinssjúkra barna. Til þess má geta að Harpa og Kyiv Grand Ballet verða í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í tengslum við sýningarnar á Hnotubrjótnum í ár. 

„Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega að hjálpa öðrum. Sérstaklega börnum sem ganga í gegnum mikla þjáningu og sársauka,“ segir Petra sem er mikið í mun að leggja sitt af mörkum í stuðningi við börn sem glíma við krabbamein með góðgerðarsöfnuninni Pointe Shoes for a Cure, sem hún hrundi sjálf af stað þegar hún hafði náð sér eftir eigin veikindi.

„Mér finnst ég hafa fengið annað tækifæri í lífinu og ætla mér að nýta það vel. Mér finnst ég bera samfélagslega ábyrgð og nýti ballettinn til að safna fjármunum, vekja von hjá krabbameinssjúkum börnum og á endanum hafa áhrif á bata þeirra.“

Þegar Petra greindist með krabbamein var hún staðráðin í að …
Þegar Petra greindist með krabbamein var hún staðráðin í að sigrast á því. Nú nýtur hún hverrar mínútu og lætur gott af sér leiða til barna sem þjást af krabbameini. Ljósmynd/Aðsend

Fer með 100 skópör á ári

Sex daga vikunnar æfir Petra í allt að þrjár til átta klukkustundir á dag. Að hennar sögn ræðst æfingatíminn af sýningunum sem eru í uppsetningu hverju sinni því umfangið getur verið mismikið. 

„Líf mitt snýst um ballettinn, þetta er bæði starf mitt og aðaláhugamál. Ætli ég fari ekki með um það bil 100 ballettskó á ári,“ sem selur notuðu ballettskóna til styrktar litlum krabbameinshetjum. 

Samkvæmt Petru er mikilvægt að vera stórhuga þegar leiðin liggur að því að ná árangri, sama hvort það sé í íþróttum eða lífinu sjálfu.

Petra er mjög þekktur áhrifavaldur á samfélagsmiðlum en hún deilir …
Petra er mjög þekktur áhrifavaldur á samfélagsmiðlum en hún deilir miklu úr hversdagsleika sínum á TikTok og er með yfir 81 þúsund fylgjendur þar. Ljósmynd/Aðsend

„Það eiga allir að leyfa sér að dreyma stórt og muna að gefast aldrei upp. Við mætum nýjum áskorunum á hverjum degi og það er stór ástæða til að sýna sér mildi og þakklæti fyrir allt sem okkur tekst að áorka. Það hvetur okkur til að ýta okkur áfram í átt að næstu markmiðum okkar í lífinu,“ segir Petra full tilhlökkunar fyrir ferðalagi sínu til Íslands.

„Spennan er mikil! Ég hef aldrei komið áður til Íslands og get ekki beðið eftir að stíga á svið í Hörpu.“

Smelltu hér til að kaupa miða á Hnotubrjótinn í Hörpu. 

mbl.is