Samkomulag hefur náðst milli strandríkjanna svokölluðu, Íslands, Grænlands, Færeyja, Bretlands, Noregs og Evrópusambandsins, um að úthlutun veiðiheimilda í makríl fyrir árið 2024 skuli byggja á vísindalegri ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem segir að ekki skuli veiða meira en 739.386 tonn. Um er að ræða 5% samdrátt frá síðustu makrílvertíð.
Samkomulag hefur náðst milli strandríkjanna svokölluðu, Íslands, Grænlands, Færeyja, Bretlands, Noregs og Evrópusambandsins, um að úthlutun veiðiheimilda í makríl fyrir árið 2024 skuli byggja á vísindalegri ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem segir að ekki skuli veiða meira en 739.386 tonn. Um er að ræða 5% samdrátt frá síðustu makrílvertíð.
Samkomulag hefur náðst milli strandríkjanna svokölluðu, Íslands, Grænlands, Færeyja, Bretlands, Noregs og Evrópusambandsins, um að úthlutun veiðiheimilda í makríl fyrir árið 2024 skuli byggja á vísindalegri ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem segir að ekki skuli veiða meira en 739.386 tonn. Um er að ræða 5% samdrátt frá síðustu makrílvertíð.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef norska stjórnarráðsins.
Vert er að geta þess að samkomulag um að byggja á ráðgjöf ICES um hámarksafla hefur náðst á hverju ári í áraraðir, það þýðir þó ekki að samkomulag sé um skiptingu aflans og því úthluta strandríkin aflaheimildir til fiskiskipa sinna sjálfstætt í samræmi við þá hlutdeild sem ríkin telja sig eiga tilkall til. Vegna þessa er veitt umfram ráðgjöf á ári hverju.
Í tilkynningunni vekja norsk stjórnvöld athygli á því að það sé mat vísindamanna að strandríkin þurfa að veiða minna. Ekki er þó sagt frá því að Norðmenn hafi ásamt Færeyingum stóraukið úthlutun makrílkvóta til skipa sinna, heil 55%.
Vegna framgangs Norðmanna og Færeyinga kölluðu samtök evrópskra útgerða, Europeche, eftir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi grípa til aðgerða.
Norðmenn hafa reynt að réttlæta aukna hlutdeild í makríl með því að leggja til grunns kenningar um hve langa viðveru makríllinn er með í norskri efnahagslögsögu. Er þetta nefnt svæðistenging stofnsins.
„Makrílstofninn er einn verðmætasti fiskistofn Evrópu og því er líka krefjandi að koma sér saman um hvernig heildarkvótanum skuli skipt á milli aðila. Að mati Noregs er mikilvægt að endanleg lausn sé í samræmi við hversu mikið af makríl er í raun og veru að finna í þessum mismunandi efnahagslögsögum,“ er haft eftir Cecilie Myrseth, nýjum sjávarútvegs- og hafsmálaráðherra Noregs.
Íslendingar hafa hafnað þessum röksemdum Norðmanna og bent á að aðferðin sé með innbyggða galla þar sem ekki er hægt með óyggjandi hætti að staðsetja stofninn á hverjum tíma. Auk þess er ekki tekið tillit til þess hvar stofnar hrygna, vaxa, leita ætis og þyngjast. Svæðistengingin taki því ekki mið af því hvert framlag hvers ríkis er til heilbrigðis stofnsins.
Nýverið ítrekuðu samtök stórra kaupenda uppsjávarafurða að aðeins eitt ár er eftir af þeim fresti sem gefinn var til að ganga frá samningum um veiðarnar og tryggja að þær yrðu innan ráðgjöf vísindamanna. Ella hyggjast kaupendurnir leita annarra afurða.
Fátt bendir til að sátt náist um skiptingu aflans milli ríkjanna þar sem þau viðurkenna ekki aðferðafræði hvors annars og þar með ekki röksemdafærslur sem þau leggja fram.