Eftirréttadrottningin töfrar fram guðdómlega ostaköku

Uppskriftir | 20. október 2023

Eftirréttadrottningin töfrar fram guðdómlega ostaköku

Bleiki dagurinn er í dag og margir brjóta upp á hversdagsleikann og bjóða upp á bleikar sælkerakræsingar sem gleðja bæði hjarta og sál á þessum degi. Ólöf Ólafsdóttir konditori og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu ætla að taka þátt í bleika deginum og töfra fram bleika ostaköku fyrir sig og sína. Tilefni bleika dagsins er ærið en það er að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu. 

Eftirréttadrottningin töfrar fram guðdómlega ostaköku

Uppskriftir | 20. október 2023

Jarðarberja baileys ostakakan hennar Ólafar er hreint listaverk og þessi …
Jarðarberja baileys ostakakan hennar Ólafar er hreint listaverk og þessi samsetning er fullkomin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bleiki dagurinn er í dag og margir brjóta upp á hversdagsleikann og bjóða upp á bleikar sælkerakræsingar sem gleðja bæði hjarta og sál á þessum degi. Ólöf Ólafsdóttir konditori og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu ætla að taka þátt í bleika deginum og töfra fram bleika ostaköku fyrir sig og sína. Tilefni bleika dagsins er ærið en það er að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu. 

Bleiki dagurinn er í dag og margir brjóta upp á hversdagsleikann og bjóða upp á bleikar sælkerakræsingar sem gleðja bæði hjarta og sál á þessum degi. Ólöf Ólafsdóttir konditori og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu ætla að taka þátt í bleika deginum og töfra fram bleika ostaköku fyrir sig og sína. Tilefni bleika dagsins er ærið en það er að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu. 

Ólöf Ólafsdóttir konditori og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu er nýbúin …
Ólöf Ólafsdóttir konditori og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu er nýbúin að gefa út uppskriftabók sem ber heitið Ómótstæðilegir eftirréttir sem er nafn með rentu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Var að gefa út bók

Ólöf er nýbúin að gefa út bókina Ómótstæðilegir eftirréttir auk þess sem hún stendur í ströngu þessa dagana að æfa með íslenska kokkalandsliðinu sem er á leiðinni út á Ólympíuleikana á nýju ári.

„Ég hef haldið upp á bleika daginn síðustu ár með því að útbúa bleikar kökur og eftirrétti sem eru síðan selt í bakaríum og veitingastöðum sem ég hef unnið hjá til að styrkja bleiku slaufuna,“ segir Ólöf. Í tilefni bleika dagsins að þessu sinni ætlar hún að baka Jarðarberja baileys ostaköku og bjóða upp á með bleika hátíðarkaffinu.

Augnakonfekt þess ostakaka og hvítu jarðarberin falleg.
Augnakonfekt þess ostakaka og hvítu jarðarberin falleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðarberja baileys ostakaka

Kexbotn

  • 100 g hafrakex
  • 100 g LU-kex
  • 40 g smjör 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörið í potti við vægan hita.
  2. Myljið kexið í matvinnsluvél.
  3. Blandið smjörinu og kexinu saman.
  4. Þrýstið deiginu ofan í 20 cm smelluform og setjið inn í kæli á meðan ostakökumúsin er græjuð.

Jarðarberja baileys ostakökumús

  • 50 g Jarðarberja baileys
  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 200 g rjómaostur við stofuhita
  • 200 g léttþeyttur rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  2. Hitið jarðarberja baileys að suðu, hellið yfir súkkulaðið og hrærið þangað til að það hefur blandast saman.
  3. Á meðan súkkulaðið bráðnar er gott að þeyta rjómaostinn.
  4. Þegar hann er orðinn mjúkur er hvíta súkkulaði og jarðarberja baileys blöndunni hellt út í mjórri bunu. Á meðan er hrært á hæstu stillingu.
  5. Að lokum er léttþeytta rjómanum blandað varlega saman við með sleikju.
  6. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn.
  7. Sléttið úr fyllingunni og setjið kökuna inn í frysti í u.þ.b. 3 klukkutíma.
  8. Takið kökuna úr forminu og leyfið henni að þiðna. skreytið hana að vild, ég skreytti mína með hvítum og rauðum jarðarberjum ásamt lifandi blómum sem eru ætisblóm.
mbl.is