Ein stærsta netverslun landsins 12 ára

Kynning | 20. október 2023

Ein stærsta netverslun landsins 12 ára

„Við erum á fullu þessa dagana að taka upp nýjar vörur frá okkar vinsælustu merkjum en einnig erum við að taka inn ný og spennandi vörumerki sem hafa fengið góð viðbrögð,“ segir Ingi Þór Pálsson, rekstrarstjóri netverslana hjá S4S. 

Ein stærsta netverslun landsins 12 ára

Kynning | 20. október 2023

Ingi Þór Pálsson, rekstrarstjóri netverslana S4S.
Ingi Þór Pálsson, rekstrarstjóri netverslana S4S. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum á fullu þessa dagana að taka upp nýjar vörur frá okkar vinsælustu merkjum en einnig erum við að taka inn ný og spennandi vörumerki sem hafa fengið góð viðbrögð,“ segir Ingi Þór Pálsson, rekstrarstjóri netverslana hjá S4S. 

„Við erum á fullu þessa dagana að taka upp nýjar vörur frá okkar vinsælustu merkjum en einnig erum við að taka inn ný og spennandi vörumerki sem hafa fengið góð viðbrögð,“ segir Ingi Þór Pálsson, rekstrarstjóri netverslana hjá S4S. 

S4S er framsækið fyrirtæki sem starfrækir tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri sem eru: Steinar Waage, Kaupfélagið, AIR, Ecco-búðin, Skechers-búðin, Ellingsen, BRP-Ellingsen og S4S Premium Outlet sem opnar í Holtagörðum þann 27. október, næstkomandi.

Verslanir S4S bjóða upp á fjölbreytt úrval af skóm, útivistar- og íþróttafatnaði fyrir alla fjölskylduna, útileguvörur, rafhjól og ýmislegt fleira.

S4S netverslun afgreiddi 6400 pantanir á tveimur dögum í nóvember …
S4S netverslun afgreiddi 6400 pantanir á tveimur dögum í nóvember í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Saga fyrirtækisins hófst árið 1991 þegar forsvarsmenn félagsins á þeim tíma hófu sölu á skóm fyrir íslenskan markað. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, verslanir sameinast og úrvalið aukist til muna.

„Netverslanir okkar endurspegla úrvalið í öllum okkar verslunum,“ segir Ingi. „Við erum með 85 vörumerki í sölu hjá okkur en þau allra stærstu eru: Ecco, Skechers, Vagabond, Six Mix, Nike, Piano, JoDis, Lloyd, Columbia, Didriksons, Sorel, Bisgaard, Colman og Devold, svo einhver séu nefnd,“ segir hann jafnframt en netverslun S4S er ein sú vinsælasta hér á landi, enda einstaklega notendavæn og býður upp á fjölbreytt vöruúrval.

„Daglega heimsækja á milli 5000 til 8000 IP-tölur netverslunina okkar svo það er ekki orðum of aukið að segja að hún sé ein sú vinsælasta hér á landi.“

Allar vörur fáanlegar á einum og sama staðnum

Nýverið fagnaði netverslun S4S tólf ára starfsafmæli. Að sögn Inga Þórs sameinar netverslunin sex verslanir innan S4S samsteypunnar sem auðveldar viðskiptavinum aðgengi að vörum töluvert. Rík áhersla er lögð á gott vöruflæði og framsetningu í netverslun S4S og aukið þjónustustig sem lítur að þjónustuþáttum sem einfalda viðskiptavinum verslun á netinu.  

„Þetta gerir viðskiptavinum okkar kleift að versla vörur frá hvorri versluninni fyrir sig og setja þær í einu og sömu körfuna og fá þær svo sendar heim að dyrum,“ útskýrir hann en netverslanir S4S eru:

Skór.is - þar sem þú færð fjölbreytt úrval af skóm á alla fjölskylduna.

Air.is - þar sem vörur frá Nike eru alls ráðandi fyrir unga sem aldna.

Ellingsen.is - þar sem þú finnur allt fyrir útivistina og útileguævintýrin.

Rafhjólasetur.is - þar sem fjölbreytt úrval er af rafhjólum og kraftmiklum rafhlaupahjólum. 

Brp.is – þar sem vélsleðar, fjórhjól, sexhjól, Buggy og raf-krossarar eru í aðalhlutverki ásamt fatnaði, hlífðarbúnaði og fylgihlutum í úrvali.

Premiumoutlet.is – Nýtt og glæsilegt Outlet sem opnar á næstu dögum.

Verslun á netinu hefur færst í aukana síðustu ár og …
Verslun á netinu hefur færst í aukana síðustu ár og er netverslun S4S ein sú stærsta hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Háanna tími netverslunar fram undan

Ingi segir vöruúrval netverslunar S4S spanna alla flóruna. Hann segir S4S einsetja sér að anna eftirspurn hverju sinni og því kunni vöruúrvalið að taka mið af árstíðum.

„Hjá okkur er að finna mikið af vörum sem eru vinsælar allt árið um kring, eins og til dæmis leðurskó, inniskó og íþróttafatnað. Við erum þó líka með fjölbreytt úrval á árstíðabundnum vörum sem streyma inn að vetri, sumri, vori og hausti,“ segir hann og bendir á að netverslun S4S sé að ganga inn í háannatíma.

„Undanfarin ár hefur jólaverslunin verið að færast framar og eru viðskiptavinir okkar farnir að klára jólagjafainnkaupin fyrr. Fólk er farið að þekkja inn á stóru tilboðsdagana í nóvember og margir sem velja að nýta sér að gera góð jólagjafainnkaup þá daga,“ lýsir Ingi.

Að sögn Inga Þórs afgreiddi netverslun S4S um 6400 pantanir á tveggja daga tímabili í fyrra í kjölfar „Singles Day“. Segir hann netverslunina vel hafa burði til að afgreiða svo margar pantanir á stórum dögum sem þessum og sé hún stakkbúin til að bæta fyrri pantanamet.

„Singles Day og Black Friday-helgin hafa verið okkar stærstu söludagar á árinu síðastliðin ár. Við höfum meðal annars brugðist við þessari aukningu með því að bæta öll okkar kerfi og ferla. Breytingarnar hafa bætt afgreiðsluferlið til muna. Þessi árangur er okkur gríðarlega mikilvægur því framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini er okkar aðalgildi.“

Netverslun S4S endurspeglar vöruúrval þeirra verslana sem tilheyra S4S-samsteypunni.
Netverslun S4S endurspeglar vöruúrval þeirra verslana sem tilheyra S4S-samsteypunni. mbl.is/Árni Sæberg

Verðlaunuð á alþjóðavísu

Netverslun S4S hefur verið í miklum vexti síðustu ár og er ein þeirra mest heimsóttu hér á landi núna. Það þarf því ekki að koma á óvart að netverslun S4S hafi hlotið viðurkenningu sem besta veflausn í heimi árið 2022 að mati DynamicWeb, sem er eitt fremsta fyrirtæki heims í vefverslanakerfum.

„Við erum mjög stolt af þessum verðlaunum enda hefur netverslunin verið í stöðugri þróun síðustu tólf ár. Okkur hefur tekist vel að auka og bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar og höfum vandað vel til verka. Það er óhætt að fullyrða að netverslanir okkar eru einar þær hraðvirkustu og fullkomnustu á landinu og við erum hvergi nærri hætt á okkar vegferð,“ segir Ingi Þór.

Smelltu hér til að skrá þig í netklúbb S4S

mbl.is