Vill banna uppsagnir í meðferð við tæknifrjóvgun

Ófrjósemi | 20. október 2023

Vill banna uppsagnir í meðferð við tæknifrjóvgun

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Vill hún bæta við vernd gegn uppsögnum á meðan fólk gengst undir tæknifrjóvgunarmeðferðir.

Vill banna uppsagnir í meðferð við tæknifrjóvgun

Ófrjósemi | 20. október 2023

Ingibjörg Isaksen vill tryggja atvinnuöryggi þeirra sem gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferðir.
Ingibjörg Isaksen vill tryggja atvinnuöryggi þeirra sem gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof. Vill hún bæta við vernd gegn upp­sögn­um á meðan fólk gengst und­ir tækni­frjóvg­un­ar­meðferðir.

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof. Vill hún bæta við vernd gegn upp­sögn­um á meðan fólk gengst und­ir tækni­frjóvg­un­ar­meðferðir.

Í nú­gild­andi lög­um er óheim­ilt að segja starfs­manni upp á grund­velli þess að hann sé í eða hafi til­kynnt um fyr­ir­hugað for­eldra­or­lof. Með frum­varp­inu stend­ur til að bæta við að gang­ist fólk und­ir tækni­frjóvg­un­ar­meðferðir nái laga­ákvæði þessi einnig til þeirra. Upp­sagn­ir starfs­manna sem eru í tækni­frjóvg­un­ar­meðferð þurfi að rök­styðja skrif­lega og gild­ar ástæður þurfi að vera fyr­ir hendi.

„Þessi til­laga ætti að vera sjálf­sögð og liður í því að auka rétt­indi ákveðins hóps til jafns við aðra. Þetta eru ein­stak­ling­ar sem þurfa að leita sér aðstoðar við að verða barns­haf­andi," seg­ir Ingi­björg í sam­tali við mbl.is.

Hún vill beita sér fyr­ir því að kon­ur sem þurfi að leita sér aðstoðar við barneign­ir séu einnig tryggðar á meðan á tækni­frjóvg­un­ar­ferli stend­ur. „Þetta get­ur verið þungt og flókið ferli. Álagið bæt­ist enn frek­ar á ef starfs­manni er sagt upp,“ seg­ir Ingi­björg. 

Meðferð þarf að vera form­lega haf­in

Hún tek­ur þó fram að ekki standi til að banna upp­sagn­ir fólks á meðan það læt­ur geyma fóst­ur­vísa, sem hægt er að gera árum sam­an. Meðferð þurfi að vera form­lega haf­in. Vernd­in gildi frá því að vinnu­veit­anda sé til­kynnt um meðferðina. Hún falli úr gildi heppn­ist meðferðin ekki eða, ef hún heppn­ast, þar til barnið er fætt. 

Aðspurð hvort hún telji þetta vera al­gengt vanda­mál, að kon­um sé sagt upp meðan þær sæki sér slík­ar meðferðir, seg­ist Ingi­björg ekki vita það. Hún hafi þó heyrt þess dæmi. „Mér þykir miður að kon­ur sem verða að fara þessa leið geti ekki búið við at­vinnu­ör­yggi.“

mbl.is