Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að taka sér frí eftir hádegi á morgun til þess að mæta á samstöðustöðufund á Arnarhóli í tilefni kvennaverkfallsins.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að taka sér frí eftir hádegi á morgun til þess að mæta á samstöðustöðufund á Arnarhóli í tilefni kvennaverkfallsins.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að taka sér frí eftir hádegi á morgun til þess að mæta á samstöðustöðufund á Arnarhóli í tilefni kvennaverkfallsins.
Guðrún staðfesti þetta í skriflegu svari til mbl.is en enginn mun leysa ráðherra af hólmi þann tíma sem hann leggur niður störf.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra greindu frá því í samtali við mbl.is fyrr í dag að þær munu leggja niður störf á morgun og ætla að mæta á samstöðufundinn sem hefst á Arnarhóli klukkan 14. Katrín tók þá ákvörðun fyrir helgi að fresta ríkisstjórnarfundi sem jafnan er á þriðjudögum og verður hann þess í stað á miðvikudaginn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er stödd erlendis en ekki hefur náðst í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra né Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra til að fá upplýsingar hjá þeim hvort þær hyggist leggja niður störf á morgun eða ekki.