Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæruliðum í hryðjuverkamálinu svokallaða og skipað héraðsdómi að taka ákæruna til efnismeðferðar.
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæruliðum í hryðjuverkamálinu svokallaða og skipað héraðsdómi að taka ákæruna til efnismeðferðar.
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæruliðum í hryðjuverkamálinu svokallaða og skipað héraðsdómi að taka ákæruna til efnismeðferðar.
Sindri Snær Birgisson er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór Nathansson fyrir að eiga hlut í þeirri tilraun með því að hvetja Sindra áfram.
Héraðsdómur hefur vísað frá ákærulið er varðar skipulagningu hryðjuverka í þessu máli tvisvar sinnum. Í byrjun mánaðar kærði héraðssaksóknari úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í kjölfar þess að Héraðsdómur vísaði ákærunni frá. Nú hefur Landsréttur fellt úrskurð héraðsdóms, um frávísun, úr gildi.
RÚV greindi fyrst frá.