Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla segir að það taki mikla orku frá unglingum að lifa lífi sínu í beinni útsendingu. Í pistli sem hann sendi á foreldra kemur hann með tillögur að því hvernig foreldrar geti stutt við þá sem þau elska mest - börnin sín.
Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla segir að það taki mikla orku frá unglingum að lifa lífi sínu í beinni útsendingu. Í pistli sem hann sendi á foreldra kemur hann með tillögur að því hvernig foreldrar geti stutt við þá sem þau elska mest - börnin sín.
Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla segir að það taki mikla orku frá unglingum að lifa lífi sínu í beinni útsendingu. Í pistli sem hann sendi á foreldra kemur hann með tillögur að því hvernig foreldrar geti stutt við þá sem þau elska mest - börnin sín.
Nú eru ferðalögin í 9. og 10. bekk búin, án snjallsíma, í þéttri og skemmtilegri dagskrá. Fyrir alla er það kærkomið frelsi frá stanslausu áreiti snjalltækja sem hafa það að oft markmiði að safna upplýsingum um okkur og selja hæstbjóðanda.
Það er nánast undantekningarlaust að unglingarnir koma heim úr símalausum ferðum og lýsa yfir ánægju með að geta ekki farið í símann, það er umhugsunarvert.
Að auki trufla þessi tæki oft svefn, bæði barna, unglinga og fullorðinna og því afar mikilvægt að stjórna tækjunum en láta þau ekki stjórna okkur. Þreytt manneskja er ólíklegri að árangri og líður almennt verr. Að lifa lífi sínu í „beinni“ útsendingu tekur á og eykur líkur á margskonar neikvæðum fylgifiskum.
Allskonar atburðir koma upp í skólanum og við finnum að í því betri tengslum við eru í við nemendur/foreldra því betur gengur okkur betur að leysa málin. Við vinnum í því markvisst að kynnast unglingunum og mynda tengsl við þá. Þannig aukum við líkur á bættri velferð og aukum líkur á lífsgæðum þeirra.
Á unglingsárum þroskast krakkarnir okkar frá því að vera börn yfir í ungmenni og svo unga fullorðna einstaklinga. Oft eru margar áskoranir á leiðinni og margskonar freistinga og þá skiptir miklu máli að tengslin ykkar við unglinga ykkar séu góð þannig að þeim finnist gott og öruggt að leita til ykkar.
Góð tengsl verða ekki sjálfkrafa til, það kostar vinnu að mynda og viðhalda þeim:
Ef við erum í góðum tengslum við unglingana okkar græða allir. Hvað er meira virði en góð samskipti og tengsl við þau sem maður elskar mest?