Arnarhóll fyllist af konum og kvárum

Kvennafrídagur | 24. október 2023

Arnarhóll fyllist af konum og kvárum

Konur og kvár streyma nú niður í miðborg Reykjavíkur að Arnarhóli þar sem formleg dagskrá kvennaverkfallsins hefst klukkan 14. 

Arnarhóll fyllist af konum og kvárum

Kvennafrídagur | 24. október 2023

Mikill fjöldi er nú samankominn á Arnarhóli. Myndin er tekin …
Mikill fjöldi er nú samankominn á Arnarhóli. Myndin er tekin skömmu áður en dagskráin á að hefjast nú klukkan 14:00. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konur og kvár streyma nú niður í miðborg Reykjavíkur að Arnarhóli þar sem formleg dagskrá kvennaverkfallsins hefst klukkan 14. 

Konur og kvár streyma nú niður í miðborg Reykjavíkur að Arnarhóli þar sem formleg dagskrá kvennaverkfallsins hefst klukkan 14. 

Strax um klukkan eitt fór fólk að flykkjast á Arnarhól og koma sér þar fyrir, en eftir klukkan 13:30 fór virkilega að fjölga fólki þar.

Áður höfðu margir hópar kvenna komið saman víða um borgina og hitað upp fyrir fundinn, bæði í heimahúsum sem og á kaffihúsum borgarinnar eða á samstöðufundum.

Dagskrá baráttufundarins er eftirfarandi:

Kynn­ar: Ólafía Hrönn og Al­dís Amah Hamilt­on verða kynn­ar fund­ar­ins.

Tónlist: Sóðaskap­ur (pönk hljóm­sveit skipuð þrem­ur ung­um kon­um), Ragga Gísla­dótt­ir og Una Torfa­dótt­ir (leiðir fjölda­söng, Áfram stelp­ur).
Ræðufólk: 

  • Urður Bartels - ungt stálp úr MH
  • Guðbjörg Páls­dótt­ir - formaður fé­lags hjúkr­un­ar­fræðinga 
  • Alice Oli­via Cl­ar­ke - rek­ur fyr­ir­tækið Tíra ref­lecti­ve access­ories 

Annað: Hóp­atriði, Jafn­rétt­ispara­dís­in - fjöl­breytt­ur hóp­ur kvenna og kvára fjall­ar um jafn­rétt­ispara­dís­ina Ísland.

Gríðarlega fjölmennt er orðið á Arnarhóli og enn er baráttufundurinn …
Gríðarlega fjölmennt er orðið á Arnarhóli og enn er baráttufundurinn ekki hafinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Stríður straumur er á Arnarhól.
Stríður straumur er á Arnarhól. mbl.is/Tómas
Um hálftíma fyrir formlega dagskrá var strax orðið vel fjölmennt …
Um hálftíma fyrir formlega dagskrá var strax orðið vel fjölmennt á Arnarhóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is