Kvennaverkfallið setti svip sinn á fund Alþingis sem settur var nú um eftirmiðdaginn. Sökum verkfallsins féllu niður liðir tvö til níu og var því einungis óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Engin þingkona tók til máls, en fyrirspurnir þingmanna til ráðherra einkenndust af deginum í dag.
Kvennaverkfallið setti svip sinn á fund Alþingis sem settur var nú um eftirmiðdaginn. Sökum verkfallsins féllu niður liðir tvö til níu og var því einungis óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Engin þingkona tók til máls, en fyrirspurnir þingmanna til ráðherra einkenndust af deginum í dag.
Kvennaverkfallið setti svip sinn á fund Alþingis sem settur var nú um eftirmiðdaginn. Sökum verkfallsins féllu niður liðir tvö til níu og var því einungis óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Engin þingkona tók til máls, en fyrirspurnir þingmanna til ráðherra einkenndust af deginum í dag.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn sinni að Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og spurði hvernig hann sæi fyrir sér að hægt væri að bregðast við bágri stöðu í hjúkrunar- og umönnunarstörfum, sem eru stórar kvennastéttir, út af gegndarlausu álagi.
Í svari Willum sagði hann þessi mál vera í stöðugri vinnslu: „Þetta er mjög mikilvægt að við sköpum góðar viðunandi meira en viðunandi starfsaðstæður sem eru eftirsóknarverðar. Ég held að það sé unnið að því á öllum póstum í öllum stofnunum og þar með talið í ráðuneytinu og með öllum þeim ólíku stéttum sem bera uppi okkar heilbrigðiskerfið," sagði Willum.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, beindi einnig fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra og vakti athygli á vímuefnavandanum og að félagsleg staða kvenna í neyslu væri oft verri en karla.
Í svari sínu viðurkenndi heilbrigðisráðherra að þau þyrftu að gera miklu betur í þeim málaflokki og að stefnan í áfengis- og vímuefnamálum hefði í raun runnið út 2020. Síðan þá hefði verið sett af stað stöðumat, sem eigi enn eftir að skila sér.
Bjarni Jónsson, þingmaður VG spurði nýskipaðan utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson, hvernig hann sæi fyrir sér að byggja betur undir kynjajafnrétti í þeim löndum sem Ísland sinnir þróunarsamvinnu.
Utanríkisráðherra sagði þá að í nýrri áætlun um framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu frá árinu 2024 til 2028 væri gert ráð fyrir aukinni áherslu í þessum málaflokki.