Ný og viðkvæm stétt kvenna af erlendum uppruna

Kvennafrídagur | 24. október 2023

Ný og viðkvæm stétt kvenna af erlendum uppruna

Hönnuðurinn, listakonan og leikkona Alice Olivia Clarke, sagði konur af erlendum uppruna vera nýja og viðkvæma stétt á Íslandi í ræðu sinni við Arnarhól í tilefni kvennaverkfallsins í dag.

Ný og viðkvæm stétt kvenna af erlendum uppruna

Kvennafrídagur | 24. október 2023

Alice Olivia Clarke, hönnuður, listakona og leikkona, hélt ræðu í …
Alice Olivia Clarke, hönnuður, listakona og leikkona, hélt ræðu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hönnuðurinn, listakonan og leikkona Alice Olivia Clarke, sagði konur af erlendum uppruna vera nýja og viðkvæma stétt á Íslandi í ræðu sinni við Arnarhól í tilefni kvennaverkfallsins í dag.

Hönnuðurinn, listakonan og leikkona Alice Olivia Clarke, sagði konur af erlendum uppruna vera nýja og viðkvæma stétt á Íslandi í ræðu sinni við Arnarhól í tilefni kvennaverkfallsins í dag.

„Halló og velkomin konur og kvár! Hvað segið þið, eruð þið öll komin með kaffi og kleinur? Þetta er magnað að taka þátt í stærsta saumaklúbb Íslands,“ sagði Alice í upphafi ræðu sinnar.

„Í dag tók ég strætó frá Hafnarfirði eins og tengdamóðir mín gerði fyrir 48 árum, til að hitta frænkur og vinkonur. Til að standa hlið við hlið með öðrum konum. Konur með skilti og börn í vögnum. Allar að standa saman sem ein. Að mótmæla og berjast fyrir jafnrétti.

Tengdamamman talaði um rafmagnið sem var í loftinu. Kvennaafl. Þetta kvennaafl var áþreifanlegt eins og það er í dag.“

Hætta á að verða vísað úr landi

„Það að hafa verið hér á Íslandi í 30 ár hefur sett mig í einstaka stöðu. Já, breyting hefur orðið, en með þessari breytingu hafa nýir Íslendingar komið á vinnumarkaðinn. Þessar konur af erlendum uppruna – þó alls ekki allar – eru nú hluti af nýrri og viðkvæmri stétt kvenna.

Konur sem eiga meiri líkur á að missa vinnu sína ef þær taka þátt. Þær hafa ekki sama bakland, og ef þær missa vinnu sína þá missa þær ekki bara kaup, heldur einnig húsnæði sitt og eiga jafnvel von á því að vera vísað úr landi,“ sagði Alice.

Hún sagði þær konur sem væru við Arnarhól taka áhættu og nýta sé forréttindi sín að geta verið á staðnum fyrir þær sem geta það ekki.

„Við gerum þetta líka fyrir ungu konurnar sem munu koma í stað okkar í framtíðinni, vitandi það að barátta þeirra muni verða auðveldari.

Gangi ykkur vel konur og kynsegin fólk í dag og alla daga og takk fyrir kaffið!“

mbl.is