„Þessi sandur breytir leiknum“

Kynning | 24. október 2023

„Þessi sandur breytir leiknum“

Vissir þú að tveir af hverjum þremur köttum eiga í áhættu á að þróa með sér þvagfærasýkingar og/eða sykursýki? 

„Þessi sandur breytir leiknum“

Kynning | 24. október 2023

Stefanía Björgvinsdóttir, sölumaður dýralækningavara hjá Petmark.
Stefanía Björgvinsdóttir, sölumaður dýralækningavara hjá Petmark. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vissir þú að tveir af hverjum þremur köttum eiga í áhættu á að þróa með sér þvagfærasýkingar og/eða sykursýki? 

Vissir þú að tveir af hverjum þremur köttum eiga í áhættu á að þróa með sér þvagfærasýkingar og/eða sykursýki? 

Nýi Odour Lock Max Care-kattasandurinn frá Intersand er ný bylting í heimi gæludýravara og fæst hjá öllum helstu endursöluaðilum Petmark, heildverslunar með gæludýravörur. Kattasandurinn er ekkert öðruvísi en hefðbundinn kattasandur og er notaður á sama hátt. Það sem hann hefur þó fram yfir venjulegan kattasand er greiningartæknin sem hann býr yfir.

„Þetta er nýjung á markaðnum sem gerir gæludýraeigendum kleift að fylgjast betur með heilsufari katta sinna heima fyrir án nokkurs inngrips,“ segir Stefanía Björgvinsdóttir, sölumaður dýralækningavara hjá Petmark.

Stefanía hvetur kattaeigendur til að prófa nýja kattasandinn.
Stefanía hvetur kattaeigendur til að prófa nýja kattasandinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sandurinn er gerður úr hreinum og náttúrulegum leir og er laus við öll auka- og eiturefni. Hann er því algerlega skaðlaus köttum og byggir hann á byltingarkenndri og einkaleyfisskyldri tækni sem greinir örsmáar agnir blóðs í þvagi. Þá greinir sandurinn einnig sykur í þvagi sem bendir til að mögulega geti verið um sykursýki hjá köttum að ræða.

„Þessi nýja tækni hefur ekki verið notuð í þessum tilgangi áður og boðar hún mikil straumhvörf á því að greina sjúkdóma hjá köttum. Kisueigendur sem hafa áhyggjur af heilsufari dýra sinna geta byrjað á því að fylgjast með þvaginu í sandinum áður en þeir rjúka af stað til dýralæknis. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir reglubundið eftirlit hjá dýralækni en gæti verið fyrsta skrefið í að fylgjast með heilsu kattarins,“ segir hún jafnframt.

Kettir þjást í hljóði

Að sögn Stefaníu sýna kettir sjaldan veikleikamerki og þjást því mjög oft í hljóði á meðan þeir burðast með sjúkdóma á borð við sykursýki og þvagfærasýkingar sem erfitt getur verið fyrir gæludýraeigendur að greina og uppgötva. Greinist blóð eða glúkósi í þvagi eru það oftar en ekki snemmbúin einkenni sykursýki og þvagfærasýkinga sem brýnt er að bregðast við í tæka tíð.

Odour Lock Max Care-kattasandurinn frá Intersand gefur áreiðanlegar og skjótar …
Odour Lock Max Care-kattasandurinn frá Intersand gefur áreiðanlegar og skjótar niðurstöður og getur komið í veg fyrir að kettir þjáist lengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sykursýki, þvagfærasýkingar, þvagfærasteinar og blöðrubólgur eru með algengustu heilsufarsvandamálum katta og það að geta gripið inn í veikindin snemma getur verið krítískt, bæði fyrir kettina sjálfa og eigendur þeirra. Það vill enginn kisueigandi vita til þess að kettinum sínum líði illa en geti ekki tjáð sig um meinið,“ segir Stefanía. „Svo getur kostnaðurinn við meðhöndlun á sjúkdómum gæludýra verið gríðarlega hár svo snemmgreining getur margfalt borgað sig.“

Sandurinn er úr útbúinn úr litlum perlum sem búnar eru ákveðinni greiningartækni sem nefnast „blücare“. Blücare-perlurnar skipta um lit þegar þær komast í tæri við blóð eða sykur í þvaginu og geta því nýst afar vel til þess að greina snemma þvagfærasýkingar eða sykursýki sem bæði eru einir algengustu sjúkdómar í köttum. Blücare-tæknin er þróuð í samstarfi við virta alþjóðlega dýralæknaháskóla og er þróuð við bestu mögulegu aðstæður þar sem ströngum gæðastöðlum er framfylgt.  

Stefanía segir nýja kattasandinn algera byltingu í heimi gæludýravara.
Stefanía segir nýja kattasandinn algera byltingu í heimi gæludýravara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bindur lykt í allt að 40 daga

Odour Lock Max Care-kattasandurinn frá Intersand er einstaklega þægilegur í notkun og hentar vel á hverju heimili þar sem kettir búa og eru hluti af hefðbundnu heimilislífi. 

Sandurinn hefur marga eftirsóknarverða kosti. Hann klumpast á methraða, rykast ekki og sporast ekki en það eru ekki einu kostirnir því hann bindur einnig lykt í allt að 40 daga. Sandurinn heftir myndun ammoníaks sem gerir það að verkum að hann er nánast lyktarlaus dögum saman þrátt fyrir virka og tíða notkun. 

„Þetta eru eiginleikar sem gera kattaeigendum mun auðveldara fyrir og auka þægindi kattarins.“

Einfalt er að meta niðurstöður perlanna út frá lit. Hvítar …
Einfalt er að meta niðurstöður perlanna út frá lit. Hvítar perlur merkja að ekkert óeðlilegt hafi greinst. Ljósbláar perlur gefa til kynna að lítið magn af glúkósa eða blóði hafi fundist í þvagi. Bláar perlur greina að blóð og glúkósi hafi greinst í óeðlilegu magni í þvagi kattarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greining á niðurstöðum 

Þegar sandurinn hefur komist í snertingu við þvag breytast litirnir á perlunum sem hann er myndaður úr. Niðurstöðurnar eru áreiðanlegar og þær er einfalt að meta en eftir því sem Stefanía segir er geta þrenns konar niðurstöður komið í ljós sem hægt er að lesa í.

„Séu perlurnar hvítar að lit eru engar vísbendingar um að kötturinn sé með sýkingar sem greinast í þvagi. Ef þær eru ljósbláar eða fölgrænar er merki um að lítið magn af glúkósa eða blóði hafi greinst í þvagi kattarins en ef þær eru hins vegar alveg bláar þá hefur sandurinn greint annaðhvort blóð eða glúkósa í þvagi kattarins eða hvort tveggja og þá er nauðsynlegt að leita til dýralæknis.“ Stefanía mælir einnig með að þegar mat er lagt á niðurstöður sandsins að hegðun og önnur einkenni kattarins séu höfð til hliðsjónar séu þau til staðar. 

„Þessi sandur er kominn til að breyta leiknum og snemmgreina sjúkdóma hjá ferfætlingunum okkar. Ég skora á kattaeigendur að prófa.“

mbl.is