Útgáfuhóf fært vegna afstöðu Eymundsson

Kvennafrídagur | 24. október 2023

Útgáfuhóf fært vegna afstöðu Eymundsson

Í dag klukkan fjögur átti að fara fram útgáfuhóf í verslun Eymundsson í Austurstræti vegna bókarinnar Ég þori! Ég get! Ég vil!. Höfundur bókarinnar, Linda Ólafsdóttir fékk það staðfest fyrr í dag að verslunin hefur neitað að greiða þeim laun sem fella niður störf í dag.

Útgáfuhóf fært vegna afstöðu Eymundsson

Kvennafrídagur | 24. október 2023

Linda Ólafsdóttir mun fagna útgáfu bókar sinnar í verslun Forlagsins …
Linda Ólafsdóttir mun fagna útgáfu bókar sinnar í verslun Forlagsins á Fiskislóð í dag. mbl.is/Viðar

Í dag klukkan fjögur átti að fara fram útgáfuhóf í verslun Eymundsson í Austurstræti vegna bókarinnar Ég þori! Ég get! Ég vil!. Höfundur bókarinnar, Linda Ólafsdóttir fékk það staðfest fyrr í dag að verslunin hefur neitað að greiða þeim laun sem fella niður störf í dag.

Í dag klukkan fjögur átti að fara fram útgáfuhóf í verslun Eymundsson í Austurstræti vegna bókarinnar Ég þori! Ég get! Ég vil!. Höfundur bókarinnar, Linda Ólafsdóttir fékk það staðfest fyrr í dag að verslunin hefur neitað að greiða þeim laun sem fella niður störf í dag.

Útgáfuhófið var því fært yfir til bókarbúðar Forlagsins á Fiskislóð 39, þar sem það átti að hefjast á sama tíma.  

Linda tjáði sig nánar um málið í samtali við mbl.is.

„Þegar ég vaknaði í morgun fékk ég skilaboð um að staðan væri sú að kven- og kvárstarfsmenn Eymundsson fengu ekki greidd laun í verkfalli. Við vorum búin að plana þetta útgáfuhóf í langan tíma, bókin er búin að bíða á lager löngu áður en kvennaverkfallið var ákveðið og við erum búin að bíða eftir þessum degi af því okkur þótti hann svo viðeigandi. Við vorum alveg búin að ganga úr skugga um um að það væru bara karlstarfsmenn núna á vakt hjá Forlaginu og þá bara mjög skýrt hjá þeim (Forlaginu) að þau styðji kvennabaráttuna“.

Hún bætir við: „Mér fannst bara rosa erfitt að standa með þessari bók í hófi á stað sem mér fannst ekki vera að taka kvennabaráttunni eins langt og þau ættu að gera“.

Léstu stjórnendur vita af þessu?

„Þetta var ákveðið í samráði við Forlagið í dag og við ræddum þetta og komumst að þessari niðurstöðu að þetta væri það eina rétta. Eins gaman og það hefði verið að vera í þessari fallegu bókabúð (Eymundsson) og svona nálægt Arnarhóli, þá hefði mér fundist erfitt að standa þarna og tala um jafnrétti þegar þetta er staðan í versluninni“.

Fékkstu einhver viðbrögð frá einhverjum frá Eymundsson?

„Ég hef ekki persónulega fengið viðbrögð, en mér skilst að þessu hafi verið tekið af skilningi af starfsfólki í þeirri verslun“.

mbl.is