Samþykktu hækkun vaxta í 13%

Iceland Seafood | 25. október 2023

Samþykktu hækkun vaxta í 13%

Allir kröfuhafar Iceland Seafood samþykktu sölu á rekstri breska dótturfélags samsteypunnar á fundi í dag. Hafði félagið boðið kröfuhöfum hærri vexti fengist salan samþykkt og féllust þeir á tillögu Iceland Seafood um 13% árlega vexti.

Samþykktu hækkun vaxta í 13%

Iceland Seafood | 25. október 2023

Iceland Seafood rekur fiskvinnlur víða um heim. Rekstur dótturfélagsins í …
Iceland Seafood rekur fiskvinnlur víða um heim. Rekstur dótturfélagsins í Bretland hefur verið seldur. (Mynd tengist f´rettinni ekki beint). Ljósmynd/Iceland Seafood

Allir kröfuhafar Iceland Seafood samþykktu sölu á rekstri breska dótturfélags samsteypunnar á fundi í dag. Hafði félagið boðið kröfuhöfum hærri vexti fengist salan samþykkt og féllust þeir á tillögu Iceland Seafood um 13% árlega vexti.

Allir kröfuhafar Iceland Seafood samþykktu sölu á rekstri breska dótturfélags samsteypunnar á fundi í dag. Hafði félagið boðið kröfuhöfum hærri vexti fengist salan samþykkt og féllust þeir á tillögu Iceland Seafood um 13% árlega vexti.

Fram kemur í tilkynningu Iceland Seafood til kauphallarinnar að um sé að ræða handhafa ákveðinna skuldabréfa að verðmæti 3,4 milljarða íslenskra króna.

Salan á rekstri Iceland Seafood UK mun því að öllum líkindum fara fram á næstunni en söluvirðið er aðeins eitt þúsund pund. Miklir erfiðleikar hafa verið í rekstrinum undanfarin ár.

mbl.is