Landsréttur hefur aftur dæmt í skattsvikamál Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, fyrrverandi eiganda netverslananna buy.is og bestbuy.is, en hann hafði þegar verið sakfelldur árið 2018 fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum bókhaldsbrot og peningaþvætti.
Landsréttur hefur aftur dæmt í skattsvikamál Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, fyrrverandi eiganda netverslananna buy.is og bestbuy.is, en hann hafði þegar verið sakfelldur árið 2018 fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum bókhaldsbrot og peningaþvætti.
Landsréttur hefur aftur dæmt í skattsvikamál Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, fyrrverandi eiganda netverslananna buy.is og bestbuy.is, en hann hafði þegar verið sakfelldur árið 2018 fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum bókhaldsbrot og peningaþvætti.
Í byrjun þessa árs greindi mbl.is frá því að mál Friðjóns væri meðal þeirra mála sem fallist hafði verið á að taka upp aftur vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Var það vegna ólögmætarar skipunar Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á dómurum í Landsrétt árið 2017.
Landsréttur komst á ný að sömu niðurstöðu og í fyrra skiptið og mun Friðjón enn þurfa að sæta 18 mánaða fangelsisvistar og greiða sekt upp á 258 milljónir króna, eins og dæmt var árið 2018.
Árið 2017 var Friðjón dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi og gert að greiða 307,6 milljóna króna vegna skattsvika. Jafnframt var eiginkona hans fundin sek um peningaþvætti með því að hafa veitt viðtöku 11,5 milljónum á reikning sinn og var hún dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Ári síðar, 2018, mildaði Landsréttur dóminn yfir Friðjóni með því að fella frá einn ákærulið og var sektarupphæðin lækkuð. tukthúsvist hans stytt í 18 mánuði og honum gert að borga 258 milljónir króna í sekt. Landsréttur sýknaði einnig eiginkonu Friðjóns af refsikröfu vegna peningaþvættis vegna fyrningar brota hennar.
Fleiri mál voru endurupptekin vegna Landsréttarmálsins. Þeirra á meðal var mál Einars Ágústssonar, sem hvað þekktastur er fyrir að vera annar bróðirinn á bak við trúfélagið Zuism. Greint var frá því í dag að Landsréttur hafi einnig komist að sömu niðurstöðu í því máli og áður, það er að dæma Einar í þriggja ára fangelsi.