„Fólk er aldrei í þögn. Það er alltaf í neyslu.“

Valgeir Magnússon | 27. október 2023

„Fólk er aldrei í þögn. Það er alltaf í neyslu.“

Valgeir Magnússon, viðskipta- og hag­fræðing­ur, sagði frá því í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum að hann væri ekki á félagsmiðlum. Hann hætti líka að hlusta á hlaðvörp og tónlist í símanum sínum og segir að það hafi breytt mjög miklu fyrir sig. 

„Fólk er aldrei í þögn. Það er alltaf í neyslu.“

Valgeir Magnússon | 27. október 2023

Valgeir Magnússon, viðskipta- og hag­fræðing­ur, sagði frá því í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum að hann væri ekki á félagsmiðlum. Hann hætti líka að hlusta á hlaðvörp og tónlist í símanum sínum og segir að það hafi breytt mjög miklu fyrir sig. 

Valgeir Magnússon, viðskipta- og hag­fræðing­ur, sagði frá því í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum að hann væri ekki á félagsmiðlum. Hann hætti líka að hlusta á hlaðvörp og tónlist í símanum sínum og segir að það hafi breytt mjög miklu fyrir sig. 

„Fólk er aldrei í þögn. Það er alltaf í neyslu,“ segir Valgeir. 

Þegar hann er spurður að því hvort það sé ekki nauðsynlegt fyrir fólk í auglýsingabransanum að vita hvað sé að gerast á félagsmiðlum segir hann það alls ekki vera þannig.  

„Það er einmitt nauðsynlegt fyrir fólk í auglýsingabransanum að vera ekki á samfélagsmiðlum. Við erum annaðhvort að búa til efni eða taka við efni. Ef maður er að láta mata sig endalaust fæðast engar hugmyndir. Það sem ég áttaði mig á þegar ég var búinn að vera svolítinn tíma í Noregi er að ég var kominn inn í rútínu. Þótt ég væri ekki með sjónvarp þá kom ég heim, bjó mér til mat og fór að hlusta á podcast. Ég fór út að labba og fór að hlusta á annað podcast eða tónlist. Svo var ég á leiðinni í vinnuna og hlustaði á eitthvað á leiðinni. Ég var að taka við upplýsingum og láta hafa ofan af fyrir mér. Ég áttaði mig á því að ég væri líklega of mikið að láta hafa ofan af fyrir mér því það er ákveðin fjarvera og hræðsla við að leiðast,“ segir Valgeir. 

mbl.is