Hrekkjavakan ógurlegan nálgast óðfluga og margir aðdáendur hrekkjavökunnar eru farnir að undirbúa sig fyrir hryllinginn. Nýir þátttakendur bætast við hópinn árlega og það má með sanni segja að hópur þeirra sem halda upp á hrekkjavökuna hér á landi fari stækkandi.
Hrekkjavakan ógurlegan nálgast óðfluga og margir aðdáendur hrekkjavökunnar eru farnir að undirbúa sig fyrir hryllinginn. Nýir þátttakendur bætast við hópinn árlega og það má með sanni segja að hópur þeirra sem halda upp á hrekkjavökuna hér á landi fari stækkandi.
Þórunn Högnadóttir, stílisti og fagurkeri, er ein þeirra sem eru að fara að halda upp á hrekkjavökuna í fyrsta skipti. Þórunn er fræg fyrir að fara alla leið þegar um veisluhöld er að ræða og hrekkjavakan er þar engin undantekning. Hún tók forskot á sæluna og útbjó hrollvekjandi hrekkjavökuhlaðborð þar sem hún tók þemað alla leið.
Í fyrsta skipti sem ég skreyti fyrir hrekkjavökuna
„Mér fannst þetta einstaklega gaman og í fyrsta skipti sem ég skreyti og geri smárétti fyrir hrekkjavökuna. Við fjölskyldan ætlum að fara alla leið og halda hrekkjavökupartí á laugardaginn næstkomandi og allir verða í búningum,“ segir Þórunn og er orðin spennt fyrir hrekkjavökuboðinu ógurlega.
Hrekkjavökuhlaðborðið hennar er hlaðið tryllingslegum kræsingum þar sem óvættir og skrímsli eru í alls konar formum. Á borðinu má finna fullt af skemmtilegum og frumlegum hugmyndum að kræsingum sem eiga vel heima í hrekkjavökupartíinu og auðvelt er fyrir alla að útbúa. Svarti liturinn, kóngulóarvefir og hauskúpur eru í forgrunni og drungalegt yfirbragð yfir öllu. Blöðrufígúrurnar eru ógurlegar í bland við gyllta litinn sem fær að brjótast aðeins í gegn við hrekkjavökuhlaðborðið.
Súkkulaðihauskúpukakan hennar Þórunnar er ótrúleg girnileg þrátt fyrir að vera ógnvænleg. Kremið lokkar augun.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ostasamlokur í líkkistuformi virka frekar kuldalegar en bragðast ómótstæðilega vel í þessu nýja formi.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hráskinkuaugu
- 2 bréf hráskinka
- 1 box mozzarellakúlur
Aðferð:
- Vefjið hráskinku utan um mozzarellakúluna, notið svartan matarlit og gerið augastein.
- Notið tómatsósu til að gera æðar og notið tannstöngul til verksins.
Múmíukökupinnar
- 1 pk. BC-kökumix, notið sömu aðferð og við kökuna
- 1 box BC-súkkulaðikrem
- 1 túpa hvítur glassúr
Aðferð:
- Myljið saman kökuna ásamt helmingnum af kreminu.
- Búið til litlar kúlur.
- Bræðið hvítt súkkulaði, stingið röri í súkkulaðið og í kúluna og kælið. Hyljið kúlurnar með súkkulaðinu og kælið. S
- Setjið síðan glassúrinn yfir og notið svartan matarlit til að gera augu.
Hrekkjavökubollakökur
- 1 pk. Betty Crocker mix
- 250 g smjör, brætt
- 250 ml mjólk
- 2 tsk. vanilludropar
- ½ dl kakóduft Konsum frá Nóa og Sírusi
- 3 stk. egg
- Smá salt
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
- Notið sömu aðferð og við köku að ofanverðu nema setjið deigið í bollakökuform.
- Bakið í skemmri tíma eða um 15 mínútur og notið sama smjörkrem og skreytið að vild.
Graskerspitsur
- 1 pk. pitsudeig að eigin vali
- 1 dós pitsasósa að eigin vali
- 1 box mozzarellakúlur
- 1 box pepperóní
- Snæri
- Kokteilpinnar
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 175°C hita.
- Fletjið út pitsadeigið, skiptið deiginu niður í 6 búta.
- Setjið pitsasósu, pepperóní, mozzzarellakúlu og lokið síðan.
- Bindið síðan saman og mótið grasker.
- Bakið í 15-20 mínútur við 175°C hita.
- Smyrjið með pískuðu eggi þegar graskerspitsurnar koma tilbúnar úr ofninum og fjarlægið snærið.
Múmíu-beikonpylsur með tómatsósu
- 1 pk. beikonpylsur
- 1 pk. pitsadeig að eigin vali
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 175°C hita.
- Fletjið deigið út og skerið í litlar ræmur, vefjið utan um pylsurnar.
- Smyrjið með eggi, setjið inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur við 175°C hita.
Hauskúpusúkkulaðikaka með kaffismjörkremi
- 1 pk. Betty Crocker mix
- 250 g smjör, brætt
- 250 ml mjólk
- 2 tsk. vanilludropar
- ½ dl kakóduft Konsum frá Nói og Sírus
- 3 stk. egg
- Smá salt
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
- Setjið allt hráefnið í hrærivél.
- Setjið síðan kökudeigið í 20 cm springform og bakið við 180°C í 45 mínútur.
- Kælið áður en kreminu er smurt yfir kökuna.
Kaffismjörkrem
- 250 g smjör, við stofuhita, skorið í litla kubba
- 250 g smjörlíki, við stofuhita, skorið í litla kubba
- 2 tsk. vanilludropar
- 1 pk. flórsykur
- Smá salt
- 1 espresso-kaffi, kalt
- 1 túpa Starter-kökulitur
Aðferð:
- Þeytið smjör og smjörlíki vel saman þangað til blandan er orðin létt og ljós.
- Bætið við kaffi, vanilludropum ásamt salti og bætið loks við flórsykri.
- Skreytið kökuna að lokum með hvítum hauskúpum (úr plasti) og súkkulaðihauskúpum.
Ostalíkkistusamlokur
- 1 stk. stórt samlokubrauð, skorið út eins líkkistur, sjá mynd
- 1 pk. rifinn ostur
- 4 stk. pepperóní, notað til skera út krossa
- Ólífuolía eða smjör til steikingar
Aðferð:
- Setjið samlokurnar saman eins og venjulegar samlokur og steikið á meðalheitri pönnu þar til tilbúið og osturinn verður bráðinn.
Súkkulaði- og lakkrískústar
- 6 stk. brauðstangir, t.d. Grisini
- 100 g suðusúkkulaði brætt
- 1 poki lakkrísreimar
Aðferð:
- Berið brætt súkkulaði á brauðstangirnar.
- Klippið lakkrísreimarnar niður og raðið neðst á brauðstangirnar.
Skrautið á hlaðborðinu fékk Þórunn á eftirfarandi stöðum:
- Blöðruboginn frá www.tilefni.is Rakel og Hanna
- Blöðrukóngulær Blaðrarinn/Daniel
- Hauskúpur á borði fást í versluninni A4
- Diskar, leðurblökublaðra, pappaleðurblökur á kertastjökum eru frá Confettisisters.