Ævintýrin gerast í Ameríku

Kynning | 29. október 2023

Ævintýrin gerast í Ameríku

Nú er rétti tíminn til að láta ameríska drauminn rætast! Ameríkuferðir er ný íslensk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir til Bandaríkjanna. Ferðirnar eru þaulskipulagðar með það að markmiði að stytta ferðalöngum sporin og láta draumaferðalagið sem býr í hugum þeirra verða að veruleika.

Ævintýrin gerast í Ameríku

Kynning | 29. október 2023

Þráinn Vigfússon, eigandi Ameríkuferða, vill bjóða íslenskum ferðalöngum upp á …
Þráinn Vigfússon, eigandi Ameríkuferða, vill bjóða íslenskum ferðalöngum upp á fleiri valkosti en hinar hefðbundu pakkaferðir til Spánar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er rétti tíminn til að láta ameríska drauminn rætast! Ameríkuferðir er ný íslensk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir til Bandaríkjanna. Ferðirnar eru þaulskipulagðar með það að markmiði að stytta ferðalöngum sporin og láta draumaferðalagið sem býr í hugum þeirra verða að veruleika.

Nú er rétti tíminn til að láta ameríska drauminn rætast! Ameríkuferðir er ný íslensk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir til Bandaríkjanna. Ferðirnar eru þaulskipulagðar með það að markmiði að stytta ferðalöngum sporin og láta draumaferðalagið sem býr í hugum þeirra verða að veruleika.

Ferðaskrifstofan Ameríkuferðir býður upp á ógleymanlegar ferðir vítt og breitt um Bandaríkin og höfða þær til allra hópa samfélagsins; einstaklinga, para á öllum aldri og fjölskyldna.

„Ég hef fylgst mikið með hvers konar ferðir eru í boði víða um heim og mig langaði að nýta tækifærið og bjóða upp á annars konar ferðir og en þær sem aðrar ferðaskrifstofur hérlendis eru að bjóða upp á ásamt nýjum og spennandi áfangastöðum,“ segir Þráinn Vigfússon, stofnandi og eigandi Ameríkuferða sem kom auga á gat á markaðnum í framboði á ferðum utan landsteinana.

Ferðaskrifstofan Ameríkuferðir býður upp á fjölbreytt úrval skipulagðra ferða til …
Ferðaskrifstofan Ameríkuferðir býður upp á fjölbreytt úrval skipulagðra ferða til og innan Bandaríkjanna. Ljósmynd/Ameríkuferðir

Nýir og ferskir áfangastaðir

Þráinn hefur áratugalanga reynslu af ferðaþjónustunni og hefur sinnt stjórnendastöðum hjá nokkrum af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins síðustu áratugina; Kynnisferðum, Iceland Travel og Icelandair en síðustu ár gegndi Þráinn stöðu framkvæmdastjóra hjá VITA. 

„Það er alltaf gott að fara til Spánar, Tenerife eða Krít en það eru til margir aðrir skemmtilegir staðir í heiminum og mig langar til að bjóða upp á aðra valkosti. Gefa Íslendingum tækifæri á að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Þráinn sem skipuleggur ferðir Ameríkuferða í samstarfi við Icelandair og eina fremstu og stærstu ferðaskrifstofu Bandaríkjanna.

„Ameríkuferðir hafa gert góða samninga við leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki í Bandaríkjunum og þar á meðal við Universal Studios Orlando. Þangað er boðið upp á ævintýralegar ferðir sérsniðnar að barnafjölskyldum,“ lýsir Þráinn en Universal Studios-samsteypan rekur þrjá af stærstu skemmtigörðum heims sem um 11 milljónir gesta heimsækja árlega.

Þráinn hefur upplifað ferðir sem í boði eru hjá Ameríkuferðum …
Þráinn hefur upplifað ferðir sem í boði eru hjá Ameríkuferðum á eigin skinni og segir þær stórkostlega upplifun fyrir unga sem aldna. Samsett mynd

Lifðu drauminn

Ef þig hefur alltaf dreymt um að keyra um þjóðveg 66 með viðkomu í þekktustu stórborgum heims eða jafnvel berja villta vestrið augum, langað til að upplifa nokkur af undrum veraldar drekka í þig ólíka menningu, þá eru Ameríkuferðir eitthvað sem þú ættir að skoða. Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í að uppfylla hvers kyns ferðadrauma fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem þora að upplifa nýja og framandi staði.

„Það að ferðast um Ameríku og sjá náttúruna þar það er eitthvað sem mig langar til að bjóða upp á og veit ekki til þess að boðið hafi verið upp á slíkar ferðir hérlendis áður. Við bjóðum upp á allt. Flug, hótel, bílaleigubíla, rútuferðir, afþreyingu og allt sem tilheyrir góðu ferðalagi,“ segir Þráinn og bendir á að fyllsta ferðaöryggi og trausti sé í hvívetna gætt. 

„Lögð hefur verið mikil vinna í að skoða ferðir til og innan Bandaríkjanna og þær þaulskipulagðar af traustum aðilum. Sjálfur hef ég ferðast mikið til Ameríku í gegnum tíðina en í sjálfu sér aldrei ferðast neitt af ráði innan Bandaríkjanna og ég held að margir Íslendingar geti tengt við það. Yfirleitt ferðast Íslendingar til frekar afmarkaðra svæða innan Bandaríkjanna, eins og Orlando til að sóla sig og spila golf, Boston til að versla, Minneapolis í Mall of America eða eitthvað í þeim dúr,“ útskýrir Þráinn og segir marga mikla ferðalög til Bandríkjanna fyrir sér sem nú sé óþarfi.

„Við sjáum um allt skipulagið. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta út á flugvöll með vegabréf og njóta þess að upplifa drauminn.“

Ameríkuferðir bjóða fjölskyldum upp á ævintýralegar skemmtiferðir.
Ameríkuferðir bjóða fjölskyldum upp á ævintýralegar skemmtiferðir. Samsett mynd

Upplifðu Bandaríkin á ógleymanlegan hátt

Bandaríkin hafa upp á ótal margt að bjóða þar sem fjölbreytt landslag og ólíkir menningarheimar mætast. 

Ameríkuferðir bjóða upp háklassa rútuferðir um þjóðgarða og óbyggðir Ameríku eða bílaleiguferðir þar sem ferðalangar keyra sjálfir eftir nákvæmri leiðarlýsingu þar sem öll gisting er fyrirfram pöntuð og allt út hugsað. Þar með geta ferðalangar treyst á örugga og áhyggjulausa ferð og notið þess að fylla minningarbankann af ógleymanlegum augnablikum.

„Þjóðgarðarnir í Bandaríkjunum eru stórmerkilegir og stórfenglegir að sjá. Myndirnar af þessum svæðum ljúga ekki,“ segir hann en einnig bjóða Ameríkuferðir upp á ýmsar pakkaferðir sérsniðnar fyrir fjölskyldur, pör og golfáhugafólk til Orlando.

Rúta eða bílaleigubíll - þitt er valið

„Ég get ekki selt eitthvað sem ég þekki ekki af eigin raun þannig ég hef sjálfur farið í ferðir og upplifað þær á eigin skinni,“ segir Þráinn en rútuferðirnar komu honum vel á óvart þar sem þær eru hannaðar til að skapa upplifun og ógleymanlegar minningar fyrir alla aldurshópa.

„Mér fannst ég sértaklega þurfa að fara og sjá hvernig þær ferðir fara fram, hvernig andrúmsloftið er og öll umgjörðin. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hve mikið af ungu fólki var í rútuferðunum. Þarna voru stórfjölskyldur, pör á öllum aldri og ný gift hjón í brúðkaupsferð,“ segir hann og bendir á að aðstæðurnar í rútunum séu til fyrirmyndar og skipulagið framúrskarandi, sérstaklega þegar um lengri ferðir er að ræða.

Upplifðu þinn ferðadraum með Ameríkuferðum.
Upplifðu þinn ferðadraum með Ameríkuferðum. Samsett mynd

„Þetta eru gæðarútur sem hafa upp á allt að bjóða, frá ókeypis nettengingu, góðri loftkælingu, rúmgóðum sætum sem hægt er að halla aftur, salerni og ísskáp með köldu vatni. Svo er líka frábær lifandi leiðsögn um borð sem fram fer á ensku af færum leiðsögumönnum sem þekkja hvern krók og kima þarna og allt þaulskipulagt.“

Þráinn mælir ekki síður með bílaleiguferðunum fyrir þá sem vilja keyra áhyggjulausir um öll Bandaríkin og skapa eftirminnilegar ferðasögur sem munu fylgja um ókomna tíð. 

„Bílaleiguferðirnar okkar eru kjörnar fyrir þá sem vilja skoða víðfræg og stórfengleg kennileiti á eigin spýtur. Það getur verið ótrúlegt ævintýri að keyra sjálfur um þjóðvegi Bandaríkjanna. Þarna eru fyrsta flokks bílar útleigðir í hefðbundnum stærðum, sjálfskiptir með loftkælingu og þegar þú mætir á flugvöllinn þá sækir þú bílinn og það er allt klárt. Þú ert í raun bara með handrit að ferðinni og keyrir eftir stafrænni leiðarlýsingu um víðáttu Bandaríkjanna,“ segir hann og bætir við:

„Sumar þessara ferða eru svona „once in a lifetime-ferðir“ og af þeim verður enginn svikinn.“ 

Smelltu hér til að skoða úrval ferða hjá Ameríkuferðum. 

mbl.is