Úkraínumenn leita til miðla í von um svör

Úkraína | 31. október 2023

Úkraínumenn leita til miðla í von um svör

Með kerti og kristalkúlu fyrir framan sig hefur úkraínski miðillinn Róman Savídovskí þetta að segja við áhorfendur sína: „Ég vil fullvissa ykkur um að endalok stríðsins verða árið 2024.”

Úkraínumenn leita til miðla í von um svör

Úkraína | 31. október 2023

Úkraínski miðillinn Sergí Kobsar að störfum á hótelherbergi í Kænugarði …
Úkraínski miðillinn Sergí Kobsar að störfum á hótelherbergi í Kænugarði 19. október. AFP/Sergei Súpinskí

Með kerti og kristalkúlu fyrir framan sig hefur úkraínski miðillinn Róman Savídovskí þetta að segja við áhorfendur sína: „Ég vil fullvissa ykkur um að endalok stríðsins verða árið 2024.”

Með kerti og kristalkúlu fyrir framan sig hefur úkraínski miðillinn Róman Savídovskí þetta að segja við áhorfendur sína: „Ég vil fullvissa ykkur um að endalok stríðsins verða árið 2024.”

Hvorki stjórnvöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, né hernaðarsérfræðingum hefur tekist að spá fyrir um hvenær stríðinu á milli Rússlands og Úkraínu, sem hefur staðið yfir í 20 mánuði, lýkur. Sumir Úkraínumenn hafa fyrir vikið beint sjónum sínum að miðlum, stjörnuspekingum, tarot-lesurum, nornum og töframönnum.

„Fólk spyr oftast: „Hvenær mun stríðinu ljúka?” Næstvinsælasta spurningin er: „Hvenær mun Pútín deyja?”” segir Savídovskí í samtali við AFP-fréttastofuna, og á þar við Rússlandsforsetann.

Sergí Kobsar að störfum með viðskiptavini sínum.
Sergí Kobsar að störfum með viðskiptavini sínum. AFP/Sergei Súpinskí

Duglegir að segja frá niðurstöðunum

Spár um framhald stríðsins hafa fengið hundruð þúsunda áhorf á netinu, þar á meðal á YouTube og TikTok, og eru vinsælir úkraínskir fjölmiðlar duglegir við að segja frá niðurstöðunum.

„Sigursins er nú þegar að vænta en þið verðið að átta ykkur á því að þetta gerist ekki á einum degi,” sagði töframaðurinn Sergí Kobsar í einu myndbandinu.

Í hótelherberginu í Kænugarði, þar sem hann hittir viðskiptavini sína,má finna geitar-hauskúpu með áföstu rauðu kerti og refabeinum.

Rétttrúnaðarkirkjan er leiðandi afl í Úkraínu, þar sem trúarbrögð voru kæfð niður á meðan á tíma Sovétríkjanna stóð. Síðan þau féllu hafa mismunandi trúarbrögð sprottið fram, þar á meðal trú á hið yfirnáttúrulega.

Úkraínski miðillinn Sergí Kobsar.
Úkraínski miðillinn Sergí Kobsar. AFP/Sergei Súpinskí

Ekki þeir einu

Að sögn sálfræðingsins og stjórnmálasérfræðingsins Lidíu Smola ýtir stríðið undir þetta.

„Fólk veit ekki hvort Rússar muni fljúga Shahed [drónum] aftur á morgun, hvort stórskotahríð verði gerð. Enginn getur gefið nein svör um hvenær stríðinu lýkur,” segir hún við AFP.

„Og þessi óvissa, sem er óbærileg fyrir almenning, ýtir því áfram í leitað stuðningi annars staðar frá. Fyrir sumt fólk fyrirfinnst stuðningurinn í stjörnuspám og ýmsum spádómum.”

Úkraínumenn eru ekki þeir einu sem hafa farið þessa leið.

Rússar fengu áhuga á búlgarska dulspekingnum Baba Vanga, blindri konu sem spáði því fyrir áratugum síðan að Rússi að nafni „Vladimír” yrði „lávarður heimsins”. Áhugi Breta á yfirnáttúrulegum hlutum jókst sömuleiðis meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, að sögn Smola.

Hún nefnir að miðlar bjóði upp á „einföld svör við mjög erfiðum spurningum” og bætir við að sumir „vilji vera blekktir”.

Varar hún jafnframt við því að falskar vonir „leiða til dýpra þunglyndis hjá fólki þegar þær verða ekki að veruleika”.

mbl.is