Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara um að Daði Kristjánsson skyldi víkja sem dómari í hryðjuverkamálinu svokallaða. Ákæruvaldið tók sér frest í framhaldi af úrskurðinum til að skoða hvort þessi niðurstaða yrði kærð.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara um að Daði Kristjánsson skyldi víkja sem dómari í hryðjuverkamálinu svokallaða. Ákæruvaldið tók sér frest í framhaldi af úrskurðinum til að skoða hvort þessi niðurstaða yrði kærð.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara um að Daði Kristjánsson skyldi víkja sem dómari í hryðjuverkamálinu svokallaða. Ákæruvaldið tók sér frest í framhaldi af úrskurðinum til að skoða hvort þessi niðurstaða yrði kærð.
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari í málinu, lagði kröfuna fram í ljósi ummæla dómarans í úrskurði um frávísun málsins frá 2. október þar sem sagði:
„Ef ekki er unnt að orða háttsemi sem ákært er út af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlýtur að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar.“
Landsréttur úrskurðaði svo þann 23. október að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar.
Karl Ingi sagði í málflutningi þar sem tekist var á um hæfi dómarans í dag að með þessum ummælum hefði dómari tekið efnislega afstöðu til sönnunargagna málsins.
Enn fremur taldi Karl að með ummælunum væri dómari að segja að rétt væri að ákæruvaldið felldi málið niður. Þetta telur Karl vera til marks um hlutdrægni dómara og beri honum því að víkja.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborninga í málinu, taldi hins vegar rétt að hafna kröfunni. Dómari hafi alls ekki sagt að gögnin séu þannig vaxin að ekki hafi átt að höfða málsókn.
Mikilvægt væri að beina sjónum sínum að orðinu „ef" í upphafi setningar sem vísað er til. Af þeim sökum felist enginn efnisleg afstaða til málsins. Heldur sé einungis verið að benda á að ef ákæruvaldið geti ekki gert betri ákæru og skýrari þá beri að fella málið niður. Eingöngu sé verið að vísa til formhluta málsins en ekki efni sönnunargagna.
Í niðurstöðukafla í úrskurði dómara segir m.a hægt sé að nokkru marki að taka undir orð saksóknara um að ummælin hafi farið að mörkum hins formlega og efnislega. Dómari hafi hins vegar ekki verið í raun að taka efnislega afstöðu til sakarefnis og sakargagna. Heldur fyrst og fremst að árétta eða benda á þær skyldur sem hvíla á ákæruvaldinu.