„Búbblur, bröns og sing-a-long“

Framakonur | 2. nóvember 2023

„Búbblur, bröns og sing-a-long“

„Brönsklúbburinn er svo miklu meira en bara bröns. Á viðburðinum fá orkumiklar og lífsglaðar konur tækifæri til að leggja skyldur hversdagsins til hliðar, hlusta á hvetjandi erindi, njóta í mat og drykk og skemmta sér með sínum albestu konum,“ segir Katrín Petersen viðburðahaldari. 

„Búbblur, bröns og sing-a-long“

Framakonur | 2. nóvember 2023

Miðasöla er í fullum gangi á tix.is
Miðasöla er í fullum gangi á tix.is Samsett mynd

„Brönsklúbburinn er svo miklu meira en bara bröns. Á viðburðinum fá orkumiklar og lífsglaðar konur tækifæri til að leggja skyldur hversdagsins til hliðar, hlusta á hvetjandi erindi, njóta í mat og drykk og skemmta sér með sínum albestu konum,“ segir Katrín Petersen viðburðahaldari. 

„Brönsklúbburinn er svo miklu meira en bara bröns. Á viðburðinum fá orkumiklar og lífsglaðar konur tækifæri til að leggja skyldur hversdagsins til hliðar, hlusta á hvetjandi erindi, njóta í mat og drykk og skemmta sér með sínum albestu konum,“ segir Katrín Petersen viðburðahaldari. 

Brönsklúbburinn verður nú haldinn í annað sinn í Gamla bíó hinn 19. nóvember næstkomandi með yfirskriftinni „Gerðu það fyrir þig“. Fyrsti viðburður klúbbsins var haldinn á sama stað fyrir ári síðan en þangað mættu yfir 100 konur og áttu saman glaðan dag. 

Áhugaverð erindi og samsöngur

„Ég hafði oft velt því fyrir mér af hverju það væri ekki viðburður í boði fyrir konur sem byði upp á meira en þennan hefðbundna bröns sem maður sækir gjarnan ásamt vinkonum sínum. Svona eitthvað sem myndi gefa manni örlítið meira en bara að hittast og borða góðan mat með drykkjum.

Þá spratt upp þessi hugmynd, að skapa viðburð sem er úrvals skemmtun en einnig uppspretta jákvæðrar orku og uppbyggilegra samskipta en með mat og drykkjum,“ segir Katrín og hlær, en úr varð brönsklúbburinn sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur. „Í ár verður meðal annars boðið upp á áhugaverð erindi með frábærum fyrirlesurum, en þær Bjargey Ingólfsdóttir, Erla Guðmundsdóttir og Sara Oddsdóttir verða með tölu.“

Þær sem ætla að halda í Gamla bíó hinn 19. nóvember eiga svo sannarlega von á góðu. „Í kjarnann er Brönsklúbburinn ráðstefna eða svokallað sjálfstyrkingarnámskeið og eru miðakaupin þar af leiðandi styrkhæf frá flestum stéttarfélögum.

Viðburðurinn er samt svo miklu meira en bara ráðstefna og bröns. Við erum að tala um hlaðborð, búbblur, hvetjandi fyrirlestra frá mögnuðum konum, skemmtun frá gleðikonunum í Bergmál, notalegan spjalltíma og rosalegt sing-a-long með hinni einu sönnu Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur.“

Frá viðburði Brönsklúbbsins á síðasti ári.
Frá viðburði Brönsklúbbsins á síðasti ári. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is