Megrunarlyf skilar feitum hagnaði

Ozempic | 2. nóvember 2023

Megrunarlyf skilar feitum hagnaði

Hagnaður danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk nam 22,5 milljörðum danskra króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Það nemur um 456 milljörðum íslenskra króna. Jókst hann um 56% miðað við sama tímabil í fyrra.

Megrunarlyf skilar feitum hagnaði

Ozempic | 2. nóvember 2023

Novo Nordisk hefur hagnast mikið á sölu Ozempic.
Novo Nordisk hefur hagnast mikið á sölu Ozempic. AFP/Joel Saget

Hagnaður danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk nam 22,5 milljörðum danskra króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Það nemur um 456 milljörðum íslenskra króna. Jókst hann um 56% miðað við sama tímabil í fyrra.

Hagnaður danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk nam 22,5 milljörðum danskra króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Það nemur um 456 milljörðum íslenskra króna. Jókst hann um 56% miðað við sama tímabil í fyrra.

Novo Nordisk framleiðir meðal annars sykursýkislyfið Ozempic, og megrunarlyfin Wegovy og Saxenda. 

Sala jókst um 29% eða um 58,7 milljarða danskra króna. 

Novo Nordisk varð fyrr á árinu verðmætasta skráða fyrirtæki í Evrópu, en markaðsvirði þess er metið á um 2.360 milljarða danskra króna.

Sala megrunarlyfs fimmfaldaðist

Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst sala Novo Nordisk um 166,4 milljarða danskra króna en salan á Ozempic jókst um 58% á sama tímabili. Salan á Wegovy fimmfaldaðist. 

Ozempic er sykursýkislyf í formi sprautu. Hefur það notið mikilla vinsælda, meðal annars hjá ríka og fræga fólkinu í Bandaríkjunum, en lyfið þykir hafa grennandi áhrif á þann sem tekur það.

Alls vinna 61 þúsund manns hjá Novo Nordisk og er fyrirtækið með starfsemi í 80 löndum.

mbl.is