Sagan með augum Morgunblaðsins

Sagan með augum Morgunblaðsins | 2. nóvember 2023

Sagan með augum Morgunblaðsins

Morgunblaðið hefur gengið með þjóðinni í heila öld og tíu árum betur. Af því tilefni er í dag hleypt af stokkunum umfjöllun, þar sem rifjuð verður upp saga lands og þjóðar í 110 ár gegnum fréttir blaðsins.

Sagan með augum Morgunblaðsins

Sagan með augum Morgunblaðsins | 2. nóvember 2023

Morg­un­blaðið hef­ur gengið með þjóðinni í heila öld og tíu árum bet­ur. Af því til­efni er í dag hleypt af stokk­un­um um­fjöll­un, þar sem rifjuð verður upp saga lands og þjóðar í 110 ár gegn­um frétt­ir blaðsins.

Morg­un­blaðið hef­ur gengið með þjóðinni í heila öld og tíu árum bet­ur. Af því til­efni er í dag hleypt af stokk­un­um um­fjöll­un, þar sem rifjuð verður upp saga lands og þjóðar í 110 ár gegn­um frétt­ir blaðsins.

Um verður að ræða tvær grein­ar á viku í heilt ár, til 2. nóv­em­ber 2024, á fimmtu­dög­um og laug­ar­dög­um, og er sú fyrsta í dag – um morð sem framið var í Reykja­vík rétt eft­ir að Morg­un­blaðið hóf göngu sína árið 1913.

Ætl­un­in er að rifja upp sög­una og sýna hvaða tök­um Morg­un­blaðið tók hana á hverj­um tíma og eft­ir at­vik­um hvað þurfti til að um­fjöll­un­in yrði að veru­leika. Þannig að fléttað verður inn í frá­sögn­ina starfi blaðamanna, ljós­mynd­ara og annarra starfs­manna Árvak­urs eft­ir því sem við á.

Þegar tíðindi gerðust safnaðist fólk saman við Morgunblaðsgluggann í Austurstræti …
Þegar tíðindi gerðust safnaðist fólk sam­an við Morg­un­blaðsglugg­ann í Aust­ur­stræti þar sem blaðamenn settu upp frétta­skeyti um leið og þau bár­ust.

Aðallega verður horft til stórviðburða í bland við for­vitni­leg og eft­ir­minni­leg at­vik úr lífi lands­manna, að ekki sé talað um mann­legu hliðina á sög­unni. Svo verður þarna mögu­lega sitt­hvað sem fáir, jafn­vel eng­ir, muna eft­ir eða hafa heyrt um. Allt mun það ráðast meðan á veg­ferð þess­ari stend­ur. Mark­miðið er um­fram allt að hafa þessa um­fjöll­un fjöl­breytta og skemmti­lega eft­ir því sem efnið leyf­ir.

Árvak­ur býr ekki bara að miklu frétta- og greina­safni; mynda­safnið er ekki síður dig­urt, þar sem marg­ir af fær­ustu frétta­ljós­mynd­ur­um Íslands­sög­unn­ar hafa lagt gjörva hönd á plóg­inn, og að sjálf­sögðu verður sótt í það safn enda seg­ir ein mynd oft­ar en ekki meira en þúsund orð.

Ekki verður um línu­lega um­fjöll­un að ræða enda þótt við hefj­um leik á fyrsta út­gáfu­ári Morg­un­blaðsins, held­ur mun okk­ur bera niður hér og þar á þessu ára­bili, allt eft­ir því hvernig vind­ar blása. Við erum að tala um 110 ár og 110 birt­ing­ar, þannig að mögu­lega munu öll árin koma við sögu. Það mun þó ráðast bet­ur enda ekki úti­lokað að sum ár kalli á fleiri grein­ar en eina sem aft­ur komi þá til með að ýta öðrum árum út af borðinu.

Gert er ráð fyr­ir að flest­ir, jafn­vel all­ir, blaðamenn Morg­un­blaðsins leggi sitt af mörk­um til verk­efn­is­ins, fólk af hinum ýmsu deild­um blaðsins með ólíka þekk­ingu og ólík áhuga­svið. Ekk­ert er Morg­un­blaðinu nefni­lega óviðkom­andi nú – frek­ar en það var 1913.

Af­mæl­is­ferð um landið

Sitt­hvað fleira verður gert á af­mælis­ár­inu. Þannig hefst síðar í þess­um mánuði 110 ára af­mæl­is­ferð Árvak­urs, þar sem blaðamenn­irn­ir Stefán Ein­ar Stef­áns­son, Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir, Andrés Magnús­son, Sonja Sif Þórólfs­dótt­ir, Gísli Freyr Val­dórs­son og Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir munu á næstu 12 mánuðum taka hús á fólki vítt og breitt um landið og vinna hljóðþætti fyr­ir mbl.is, auk þess sem mynd­efni mun fylgja og efni úr þátt­un­um birt­ast í Morg­un­blaðinu Fyr­ir­hugað er að heim­sækja hátt í 50 staði og ræða við 110 ólíka Íslend­inga um líf þeirra og störf í á sjötta tug þátta. Horft verður um öxl en ekki síður til framtíðar.

Að sögn Stef­áns Ein­ars er lagt upp með ákveðna dag­skrá en reynsl­an af ferðum sem þess­um sé hins veg­ar sú að oft­ar en ekki reki ým­is­legt ófyr­ir­séð á fjör­ur manna. Um­fjöll­un­in geti því hæg­lega tekið breyt­ing­um eft­ir því sem fram vind­ur. Sum sé lif­andi efni fyr­ir lif­andi miðla.

mbl.is