Skólabörn skuli ekki þvera þjóðveginn

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 2. nóvember 2023

Skólabörn skuli ekki þvera þjóðveginn

Óeðlilegt er annað en að horfa til þess hve umferðin á hringvegi 1 er orðin mikil um Vík í Mýrdal og nágrenni þegar rætt er um jarðgöng í gegnum Reynisfjall.

Skólabörn skuli ekki þvera þjóðveginn

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 2. nóvember 2023

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is

Óeðli­legt er annað en að horfa til þess hve um­ferðin á hring­vegi 1 er orðin mik­il um Vík í Mýr­dal og ná­grenni þegar rætt er um jarðgöng í gegn­um Reyn­is­fjall.

Óeðli­legt er annað en að horfa til þess hve um­ferðin á hring­vegi 1 er orðin mik­il um Vík í Mýr­dal og ná­grenni þegar rætt er um jarðgöng í gegn­um Reyn­is­fjall.

Þetta seg­ir Ein­ar Freyr El­ín­ar­son, sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps, spurður út í kröfu sveit­ar­fé­lags­ins um að færa verk­efnið fram­ar í for­gangs­röð stjórn­valda vegna fyr­ir­hugaðra jarðganga.

Ásgerður Krist­ín Gylfa­dótt­ir, formaður Sam­taka sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga, sagði í Morg­un­blaðinu í gær að sveit­ar­fé­lög­in vilji hamra á mik­il­vægi þessa verk­efn­is.

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reyn­is­fjöru. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vilja tryggja ör­yggi gang­andi veg­far­enda

Ein­ar Freyr bend­ir á að jarðgöng­in séu á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins. Stefna þess sé að hring­veg­ur­inn fari út fyr­ir bæ­inn, enda um­ferðin auk­ist gríðarlega vegna fjölda ferðamanna.

„Það hef­ur verið okk­ar stefna að það þurfi að tryggja bet­ur ör­yggi gang­andi veg­far­enda í gegn­um bæ­inn. Þetta snýst ekki síst um það,” seg­ir sveit­ar­stjór­inn og bend­ir einnig á að veg­ur­inn norðan Reyn­is­fjalls lok­ist ít­rekað á vet­urna. Slíkt hái rekstr­araðilum mjög, bæði hót­el­um og gististöðum, þegar allt sé jafn­vel full­bókað.

„Íbúa­fjölg­un­in er búin að vera gríðarlega mik­il. Það hef­ur aldrei verið byggt jafn­mikið af íbúðar­hús­næði eins og núna og það er gríðarleg­ur áhugi á auk­inni upp­bygg­ingu. Það að ör­yggi barna sem búa í bæn­um sem þurfa að ganga í skól­ann og þurfa núna að þvera þjóðveg­inn, það er mikið hags­muna­mál fyr­ir okk­ur að það sé bætt,” bæt­ir Ein­ar Freyr við.

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi.
Ein­ar Freyr El­ín­ar­son sveit­ar­stjóri í Mýr­dals­hreppi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Brota­brot af um­ferðinni

Hann tel­ur það ranga for­gangs­röðun að færa aft­ar í röðina jarðgöng í gegn­um Reyn­is­fjall þar sem um­ferð og um­ferðar­aukn­ing sé hlut­falls­lega hvað mest á land­inu á sama tíma og ráðast skuli í tug­millj­arða fram­kvæmd við Fjarðar­heiðargöng þar sem um­ferðin sé brota­brot af um­ferðinni um Mýr­dals­hrepp. Nefn­ir hann að um 5.000 bíl­ar fari þar í gegn á degi hverj­um á sumr­in og um­ferðin hafi jafn­framt auk­ist mjög á vet­urna.

Íbúar Mýr­dals­hrepps eru 974 tals­ins en á hverj­um tíma eru fleiri þúsund ferðamenn á svæðinu þar fyr­ir utan. „Hann veld­ur álagi á alla innviði, þessi mikli fjöldi ferðamanna,” grein­ir Ein­ar Freyr frá og seg­ir íbúa­fjöld­ann hafa tvö­fald­ast á tíu árum.

mbl.is