Strandríkin eru sammála um að leggja áherslu á að komast að samkomulagi um skiptingu norsk-íslensku síldarinnar vegna sérlega slæmrar stöðu stofnsins. Markmið íslenskra yfirvalda er að landa samningi fyrir áramót. Ísland leiðir viðræðurnar.
Strandríkin eru sammála um að leggja áherslu á að komast að samkomulagi um skiptingu norsk-íslensku síldarinnar vegna sérlega slæmrar stöðu stofnsins. Markmið íslenskra yfirvalda er að landa samningi fyrir áramót. Ísland leiðir viðræðurnar.
Strandríkin eru sammála um að leggja áherslu á að komast að samkomulagi um skiptingu norsk-íslensku síldarinnar vegna sérlega slæmrar stöðu stofnsins. Markmið íslenskra yfirvalda er að landa samningi fyrir áramót. Ísland leiðir viðræðurnar.
Í september hófust viðræður Íslands, Grænlands, Færeyja, Evrópusambandsins, Bretlands, Noregs og Rússlands um skiptingu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar og lauk fundahrinu ríkjanna í síðasta mánuði. Samkomulag náðist um að aflamark í tegundunum yrði úthlutað í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).
Vandinn er hins vegar að ekki liggur fyrir samkomulag um skiptingu hlutdeilda í heildaraflamarki milli ríkjanna og því hafa ríkin sjálfstætt gefið út kvóta til sinna skipa á grundvelli þess hlutar sem þau segjast eiga rétt á að veiða. Vegna þessa hafa stofnarnir þrír verið veiddir langt umfram ráðgjöf.
„Samhljómur er meðal strandríkja að leggja mesta áherslu á viðræður um skiptingu norsk-íslensku síldarinnar í ljósi ráðgjafarinnar en sá stofn stefnir undir aðgerðamörk á næsta ári. Sem er alvarlegt mál og því stefnt á einn til tvo fundi varðandi þann stofn fyrir áramót. Ísland mun því reyna til hins ýtrasta að ná samkomulagi fyrir áramót,“ segir í svari Matvælaráðuneytisins við fyrirspurn 200 mílna.
Þar segir jafnframt að „viðræður um norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna munu halda áfram í lok janúar á næsta ári og stefnt er á nokkra fundi í öllum þessum stofnum fram til loka mars“.
Ísland gegnir formennsku í viðræðum um makríl og norsk-íslenska síld til loka mars, en Bretland leiðir á sama tíma viðræður um kolmunna.
Frestur sem stórir kaupendur uppsjávarafurða hafa sett fyrir ríkin til að ná að koma veiðum innan marka ráðgjafar vísindamanna rennur út á næsta ári. Hóta kaupendurnir því að leita annara afurða takist ekki að landa samningum.
Ítrekuðu þessir kaupendur hótun sína í opnu bréfi sem sent var sjávarútvegsráðherrum ríkjanna í október og var bréfinu ætlað að skapa hvata fyrir ríkin að komast að samkomulagi. Sem fyrr segir hefur það ekki enn tekist.
Við upphaf viðræðna strandríkjanna í september sendur samtök evrópskra útgerða (Europêche) frá sér yfirlýsingu þar sem norsk og færeysk yfirvöld voru harðlega gagnrýnt fyrir að halda áfram að gefa út óhóflegar veiðiheimildir í makríl bæði einhliða og á óréttmætum grundvelli sem leiðir til áframhaldandi ofveiði á stofninum. Jafnframt sökuðu samtökin Norðmenn um að „prenta peninga“ í þeim skilningi að nýta óréttmætar veiðiheimildir sem skiptimynt í fiskveiðisamningum við Breta.
„Þess vegna hvetur greinin innan ESB enn og aftur eindregið framkvæmdastjórn ESB og ráðherraráð ESB til að grípa til áþreifanlegra aðgerða gegn þessum starfsháttum og nýta þau tæki sem þeir hafa yfir að ráða, svo sem valdar viðskiptaaðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu Europêche.