Seldi EXIT-bílinn eftir „fíaskó“ sumarsins

Instagram | 3. nóvember 2023

Seldi EXIT-bílinn eftir „fíaskó“ sumarsins

Sigurður Elí Bergsteinsson, eigandi skemmtistaðarins EXIT og matsölustaðarins Vefjunnar, tók þá ákvörðun í sumar að selja Porsche-bifreið sína með einkanúmerinu EXIT. Hann er aftur kominn á gamla Range Rover-jeppann og hefur kvatt bílnúmerið, allavega í bili.

Seldi EXIT-bílinn eftir „fíaskó“ sumarsins

Instagram | 3. nóvember 2023

Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa.
Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa. Samsett mynd

Sig­urður Elí Berg­steins­son, eig­andi skemmti­staðar­ins EXIT og mat­sölustaðar­ins Vefj­unn­ar, tók þá ákvörðun í sum­ar að selja Porsche-bif­reið sína með einka­núm­er­inu EXIT. Hann er aft­ur kom­inn á gamla Range Rover-jepp­ann og hef­ur kvatt bíl­núm­erið, alla­vega í bili.

Sig­urður Elí Berg­steins­son, eig­andi skemmti­staðar­ins EXIT og mat­sölustaðar­ins Vefj­unn­ar, tók þá ákvörðun í sum­ar að selja Porsche-bif­reið sína með einka­núm­er­inu EXIT. Hann er aft­ur kom­inn á gamla Range Rover-jepp­ann og hef­ur kvatt bíl­núm­erið, alla­vega í bili.

„Ég seldi hann eft­ir „fía­skó“ sum­ars­ins,“ út­skýr­ir Sig­urður Elí, sem enduropn­ar skemmti­staðinn EXIT í kvöld eft­ir end­ur­bæt­ur. „Ég kunni ekki við að láta sjá mig á bíln­um eft­ir allt sem gekk á í sum­ar og fór bara inn á bíla­sölu og seldi þeim bíl­inn. 

Ég er kom­inn á gamla Range Rover-jepp­ann minn og viður­kenni al­veg að ég var far­inn að sakna hans,“ seg­ir hann og hlær. 

Ljós­mynd/​Aðsend

Yf­ir­gef­in og í sér­merktu stæði

Porsche-bif­reið Sig­urðar Elís vakti ómælda at­hygli á sum­ar­mánuðum þegar hún sást yf­ir­gef­in á um­ferðareyju í Reykja­vík og einnig þegar henni var lagt í sér­merkt stæði fyr­ir hreyfi­hamlaða fyr­ir utan Lands­bank­ann og héraðsdóm Reykja­ness ör­fá­um dög­um seinna.

mbl.is