Bjarna afhentar 6.944 undirskriftir

Ísrael/Palestína | 4. nóvember 2023

Bjarna afhentar 6.944 undirskriftir

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Þórunn Pálína Jónsdóttir, lögfræðingur deildarinnar, afhentu Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra ákall með 6.944 undirskriftum. Forsætisráðuneytið fékk einnig undirskriftirnar en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gat ekki veitt þeim viðtöku sökum fjarveru erlendis.  

Bjarna afhentar 6.944 undirskriftir

Ísrael/Palestína | 4. nóvember 2023

Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur og Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd …
Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur og Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd Íslandsdeildar Amnesty International ásamt Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Þórunn Pálína Jónsdóttir, lögfræðingur deildarinnar, afhentu Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra ákall með 6.944 undirskriftum. Forsætisráðuneytið fékk einnig undirskriftirnar en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gat ekki veitt þeim viðtöku sökum fjarveru erlendis.  

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Þórunn Pálína Jónsdóttir, lögfræðingur deildarinnar, afhentu Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra ákall með 6.944 undirskriftum. Forsætisráðuneytið fékk einnig undirskriftirnar en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gat ekki veitt þeim viðtöku sökum fjarveru erlendis.  

Í tilkynningu segir að í ákallinu sé þess krafist að forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum til að alþjóðasamfélagið kalli tafarlaust eftir vopnahléi í átökum Ísraels og Palestínu. Þá verði bundinn endi á mannúðarneyðina á Gasasvæðinu.

Amnesty International kallar eftir vopnahléi í þeim tilgangi að stöðva ólögmætar árásir allra aðila í átökunum, fækka dauðsföllum á Gasa og gera hjálparstofnunum kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð til að lina gífurlegar þjáningar íbúa. Spítalar geti þá fengið lífsnauðsynleg lyf, eldsneyti og búnað sem sárlega vanti.

Stríðsglæpir hafi fengið að viðgangast

„Alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum, þar á meðal stríðsglæpir, af hálfu allra aðila átakanna hafa fengið að viðgangast af fullum þunga“, segir í ákalli Amnesty International.

Amnesty International bendir á að vopnahlé veiti einnig ráðrúm til að semja um lausn gísla sem er haldið á Gasa og opni rými fyrir óháðar alþjóðlegar rannsóknir á stríðsglæpum.

Undirskriftum var safnað í gegnum netákall deildarinnar frá 27. október til 3. nóvember. Undirskriftasöfnunin hledur þó áfram og er því enn hægt að skrifa undir.  

mbl.is