Ljósmyndarinn Stefanía Elín Linnet er ný flutt heim til Íslands eftir að hafa búið í London síðustu ár. Í London lærði Stefanía tískuljósmynd un við London College of Fashion. Eins og alvörulistamaður fær Stef an ía sínar bestu hug myndir á kvöld in enda ekki mikill morgunhani.
Ljósmyndarinn Stefanía Elín Linnet er ný flutt heim til Íslands eftir að hafa búið í London síðustu ár. Í London lærði Stefanía tískuljósmynd un við London College of Fashion. Eins og alvörulistamaður fær Stef an ía sínar bestu hug myndir á kvöld in enda ekki mikill morgunhani.
Ljósmyndarinn Stefanía Elín Linnet er ný flutt heim til Íslands eftir að hafa búið í London síðustu ár. Í London lærði Stefanía tískuljósmynd un við London College of Fashion. Eins og alvörulistamaður fær Stef an ía sínar bestu hug myndir á kvöld in enda ekki mikill morgunhani.
„Ég er núna að vinna í 66°Norður og er líka að taka að mér alls konar ljósmyndaverkefni samhliða því. Allt frá tískuljósmyndum yfir í vörumyndir og myndir af andlitum,“ segir Stefanía þegar hún er spurð hvað hún sé að fást við um þessar mundir.
Ertu A- eða B-týpa?
„Ég er B-týpa, hef alltaf verið og verð alltaf. Snúsa í klukkutíma og fer fram úr morgunfúl. Ógeðslega leiðinleg. Er samt mjög hress og skemmtileg eftir að ég er búin að fá mér kaffi.“
Hefurðu komið þér upp rútínu þegar þú mætir ekki alltaf í vinnu á sama tíma?
„Áður en ég byrjaði í dagvinnu vann ég bara sjálfstætt sem ljósmyndari. Þar sem ég var þá minn eigin yfirmaður reyndi mikið á sjálfsaga og skipulag en að sjálfsögðu fór Stebban létt með það. Ég er nú einu sinni þekkt fyrir mitt góða skipulag og rútínu; ég er manneskja sem planar daginn kvöldið áður í litaskiptri dagbók og tek til áður en ég fer að sofa af því að ég get ekki sofið í drasli. Mágkona mín á það til dæmis til að kalla herbergið mitt Hótel Stebbu því það er alltaf svo hreint og fínt hjá mér. Þið ættuð að sjá heimilið hennar.“
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Ég fæ mér kaffi á morgnana og kalla það morgunmat, en stundum ef ég er í stuði þá geri ég prótínpönnukökur. Galið gott. Nei, ég hef ekki banana með því þá bara fer ég bara að kúgast. Borða heldur ekki tómatsósu ef þið vilduð vita.“
Hvernig væri draumamorgunninn ef þú gætir vaknað hvar sem er í heiminum?
„Ég er rosa heimakær. Finnst best að vakna heima hjá mér. Góð lykt þar og æði sæng sem ég er með. Fékk líka silkikoddaver í afmælisgjöf og það er svo mikill draumur!“
Ertu með einhverja húðrútínu á morgnana?
„Það þarf að halda sér sætum og ungum, þannig að ég passa alltaf upp á húðrútínuna. Byrja á að þvo á mér andlitið með cleanser, tek svo toner sem á að hjálpa svitaholunum. Síðan er það Clinique-krem og enda svo á því að rúlla andlitið með svona stálkúlurúllu sem er köld, ægilega næs. Og ég svoleiðis rúlla á mér andlitið til að vakna, kveiki meira að segja á kerti og hef það næs, ég get svo svarið það.“
Ertu að væflast um í heimagallanum langt fram eftir morgni eða ferðu strax í betri föt?
„Ég byrja alla morgna á því að fara í sloppinn. Ég tala nú ekki um þegar það er kalt og ógeðslegt (sem er nú eiginlega alltaf á þessum blessaða klaka), þá er nauðsynlegt að eiga slopp. Ég keypti hann í Hagkaup fyrir ekki neitt og nota hann á hverjum degi. Það er líka alltaf svo ógeðslega kalt heima hjá mér. Mamma loftar alltaf svo vel út á morgnana. Já, ég bý enn þá hjá mömmu og pabba vegna verðbólgunnar og vaxtahækkananna sjáðu til.“
Velurðu fötin áður en þú ferð að sofa eða fer það eftir skapi hvern dag hvernig þú klæðir þig?
„Neinei, það þarf að sinna ýmsu kvöldið áður, elskan, hef ekki tíma fyrir svoleiðis. Það er samt mjög góð hugmynd því ég hef oft lent í því að vakna of seint (B-týpa) og sjáðu til, þá hef ég ekki tíma til að finna sæt föt. Lít þá bara út eins og niðursetningur.“
Ferðu stundum öfugum megin fram úr rúminu?
„Ég fer alltaf sömu megin fram úr. En eins og ég nefndi áðan þá er ég B-týpa og vakna alltaf ótrúlega leiðinleg, sem þýðir samt að ég er aldrei fúl nema bara á morgnana. En að sama skapi er ég mjög kurteis og Stebban leggur sig sko alltaf fram við að vera almennileg þótt hún sé morgunfúl.“
Getur þú vaknað og byrjað að skapa eða þarftu að gera eitthvað til að rífa þig í gang?
„Ég fæ alltaf mínar bestu hugmyndir þegar ég leggst á koddann á kvöldin. Það getur vissulega verið óhentugt þar sem ég þarf þá að standa aftur upp og skrifa öll smáatriði niður svo ég gleymi því örugglega ekki. Þegar ég vakna hef ég þá alltaf eitthvað til að vinna út frá. Þá er næsta skref bara að fá sér einn rjúkandi, botna tónlistina og byrja að vinna.“
Hvað er það sem drífur þig áfram og veitir þér innblástur?
„Það sem ég reyni alltaf að gera, til að halda í sköpunargleðina og drifkraftinn, er að reyna eins og ég get að ýta sjálfri mér út fyrir þægindarammann. Taka áhættu og prófa eitthvað nýtt, þannig get ég líka komið sjálfri mér á óvart. Ég sæki líka mikinn innblástur í mitt nánasta umhverfi og frá fólkinu í kringum mig.“