Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð um 591 milljón kr.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð um 591 milljón kr.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð um 591 milljón kr.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fimm ára tímabilið til 2028 er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag.
Fram kemur í tilkynningu, að áætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða og EBITDA verði 56,1 milljarður.
Borgin segir að hagræðingaraðgerðir hafi skilað betri árangri en áætlanir gerðu ráð fyrir á yfirstandandi ári.
Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum kr. og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8% og hækki um 0,7%, að því er segir í tilkynningu frá borginni.
Útkomuspá fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði neikvæð um 4,4 milljarða.
Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027.
Fjárhagsáætlun A-hluta fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 591 milljón, sem fyrr segir.
Gert er ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 290 milljörðum í lok árs 2024 og aukist um 9,4 milljarða milli ára. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 28,4% í lok árs 2024.
Útkomuspá gerir ráð fyrir að niðurstaðan verði neikvæð um 4,8 milljarða sem er um 10,8 milljarða jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári.
„Halla ársins má rekja einkum til verðbólgu og vanfjármögnunar á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Fjárhagsáætlun A-hluta einkennist af aðhaldi í rekstri og aðgerðum sem taka mið af markmiðum og megináherslum fjármálastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu.