Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að á árinu hafi verið ötullega unnið að því að rétta hlut sveitarfélaga í fjárhagslegum samskiptum við ríkið. Það séu vonbrigði að sú mikla vinna hafi ekki ennþá skilað niðurstöðum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að á árinu hafi verið ötullega unnið að því að rétta hlut sveitarfélaga í fjárhagslegum samskiptum við ríkið. Það séu vonbrigði að sú mikla vinna hafi ekki ennþá skilað niðurstöðum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að á árinu hafi verið ötullega unnið að því að rétta hlut sveitarfélaga í fjárhagslegum samskiptum við ríkið. Það séu vonbrigði að sú mikla vinna hafi ekki ennþá skilað niðurstöðum.
„Full fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks er lykilatriði til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni í fjármálum borgarinnar til framtíðar. Þar er um að ræða stórar tölur, svo milljörðum skiptir,“ segir Dagur í greinargerð með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar og fimm ára áætlun 2024 - 2028.
Dagur tekur fram, að það segi sína sögu að þrátt fyrir miklar blikur á lofti í ytra efnahagsumhverfi borgarinnar og að fram undan séu krefjandi kjarasamningar þá sé „stærsti einstaki áhættuþátturinn í afkomunni, áhætta vegna fjárhagslegra samskipta við ríkið.“
„Vanfjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks er ekki bara grafalvarleg fyrir þjónustu sveitarfélaga og fjárhag heldur mun á endanum bitna á þeim sem eiga rétt á þjónustunni og bíða frekari uppbyggingar í honum,“ segir borgarstjóri jafnframt.