Engar sambærilegar rannsóknir hér á landi

Engar sambærilegar rannsóknir hér á landi

Sjómenn á togurum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa taka þátt í rannsókn hreyfivísindaseturs Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á einkennum hreyfiveiki. Fram kemur í færslu á vef Samherja að vegna rannsóknarinnar hafi hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki verið fluttur til Akureyrar.

Engar sambærilegar rannsóknir hér á landi

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 7. nóvember 2023

Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri …
Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri var Karl Helgason á Björgu EA. Ljósmynd/Samherji

Sjómenn á togurum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa taka þátt í rannsókn hreyfivísindaseturs Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á einkennum hreyfiveiki. Fram kemur í færslu á vef Samherja að vegna rannsóknarinnar hafi hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki verið fluttur til Akureyrar.

Sjómenn á togurum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa taka þátt í rannsókn hreyfivísindaseturs Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á einkennum hreyfiveiki. Fram kemur í færslu á vef Samherja að vegna rannsóknarinnar hafi hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki verið fluttur til Akureyrar.

Um er að ræða sýndarveruleikabúnað sem skapar hreyfingar sem gerir það að verkum að notendur upplifa sambærilegar aðstæður og þær sem framkalla hreyfiveiki, eins og sjó- eða bílveiki.

Hannes Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Hannes Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Samherji

“Í dag hafa um fjögur hundruð einstaklingar tekið þátt í rannsókninni, fólk sem hefur verið í landi í langan tíma. Hérna á Akureyri fáum við hins vegar sjómenn sem eru að koma úr veiðiferð, hafa sem sagt verið á sjó í töluverðan tíma. Togarinn Björg EA kom til löndunar snemma í morgun og sjómennirnir voru svo vinsamlegir að taka þátt í rannsókninni á meðan öll kerfin í líkamanum eru í raun enn stillt inn á veruna á sjónum. Síðan bætast við fleiri áhafnir á næstu dögum, ” segir Hannes Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í færslunni.

„Aðkoma Samherja og sjómannanna er gríðarlega mikilvæg fyrir verkefnið og við erum þakklát fyrir stuðninginn og þátttöku þeirra. Engar sambærilegar rannsóknir hafa áður verið gerðar hér á landi, niðurstöður rannsóknarinnar koma til með að auka þekkingu okkar á hreyfiveiki og þar með talið sjóveiki,“ segir Hans.

Það er ýmsum búnaði komið fyrir á þátttakendum rannsóknarinnar.
Það er ýmsum búnaði komið fyrir á þátttakendum rannsóknarinnar. Ljósmynd/Samherji

Verður varla sjóveikur

„Nei, það er varla hægt að tala um að ég verði sjóveikur en í verstu veðrum finn ég þó fyrir smá velgju,“ segir Karl Helgason háseti á Björgu EA, en hann var fyrstur sjómannana til að taka þátt í rannsókninni á Akureyri.

„Það er sjálfsagt að taka þátt í þessari rannsókn og vonandi verður í framtíðinni hægt að draga úr einkennum sjóveiki. Ég held að sjómenn tali ekki mikið um sjóveiki, ég er ekki frá því að þetta sé svolítið feimnismál innan stéttarinnar. Þessi búnaður er hreint magnaður, sýndarveruleikatæknin er mjög raunveruleg,“ segir Karl.

Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri …
Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri var Karl Helgason á Björgu EA. Ljósmynd/Samherji

Markmið rannsóknarinnar er að þróa nýja aðferð til að mæla og meta breytingar á líffræðilegum merkjum sem tengjast hreyfiveiki og sérstaklega sjóveiki, auk þess að meta samspil á milli mismunandi líffræðilegra merkja með því að nota gervigreind og vélanám ( e. machine learning). Jafnframt er markmið að annsóknin skili auknum skilningi á orsökum sjóveiki og þróa aðferðir til að þjálfa (meðhöndla) einstaklinga og draga úr einkennum á sjóveiki.

mbl.is