Fyrsta stopp fagurkerans og 15% afsláttur

Kynning | 7. nóvember 2023

Fyrsta stopp fagurkerans og 15% afsláttur

SALT verslun er lífstíls- og gjafavöruverslun í Ármúla 11 sem leggur áherslu á einstakar og fágaðar hágæðavörur fyrir fagurkera. Lögð er rík áhersla á vandað vöruúrval frá sérstæðum vörumerkjum fyrir þá allra vandlátustu.

Fyrsta stopp fagurkerans og 15% afsláttur

Kynning | 7. nóvember 2023

Þær Arndís Amina Vaz da Silva og Lilja Björk Jónsdóttir …
Þær Arndís Amina Vaz da Silva og Lilja Björk Jónsdóttir taka vel á móti þér í SALT verslun, Ármúla 11. mbl.is/Árni Sæberg

SALT verslun er lífstíls- og gjafavöruverslun í Ármúla 11 sem leggur áherslu á einstakar og fágaðar hágæðavörur fyrir fagurkera. Lögð er rík áhersla á vandað vöruúrval frá sérstæðum vörumerkjum fyrir þá allra vandlátustu.

SALT verslun er lífstíls- og gjafavöruverslun í Ármúla 11 sem leggur áherslu á einstakar og fágaðar hágæðavörur fyrir fagurkera. Lögð er rík áhersla á vandað vöruúrval frá sérstæðum vörumerkjum fyrir þá allra vandlátustu.

Vöruúrvalið einkennist af fallegum og vönduðum hlutum sem hannaðir eru af ástúð og natni og má því segja að verslunin sé fullkominn staður fyrir fagurkerann, matgæðinginn eða þá sem vilja næra og dekra við sjálfan sig og eða heimilið.

Í versluninni er að finna allt fyrir sæl- og fagurkera.
Í versluninni er að finna allt fyrir sæl- og fagurkera. mbl.is/Árni Sæberg

Vandað og einstakt vöruúrval 

Vöruúrval verslunarinnar er af fjölbreyttum toga þar sem finna má allt frá hágæða tískufatnaði, náttfatnaði, handgerðum leðurtöskum og einstökum skartgripum til bragðmikilla krydda í eldhúsið, ilmgóðra kerta og fagurra bakka.

Vöruúrvalið er sérlega smekklegt, innblásið af Norðurlöndunum en flestar vörurnar eru einmitt þaðan, þá einna helst frá Svíþjóð og Danmörku. Vörurnar frá SALT verslun sóma sér vel inni á íslenskum heimilum og eru margar hverjar mikil stofuprýði sem gleðja augað. 

Í SALT verslun er einnig mikið úrval af fallegum tækifærisgjöfum sem gleðja öll þau sem una fögrum heimilismunum. SALT verslun er svo sannarlega fyrsta stopp hjá þeim sem vantar innblástur að góðri gjöf eða hugmyndir að sjálfsdekri. Það ætti allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í versluninni, enda er þar ríkulegt magn af sjaldséðum og fallegum hlutum að finna sem ekki eru fáanlegar í öðrum verslunum hér á landi.

Kryddvörurnar frá Mill & Mortar eru mjög vinsælar. Kryddin kitla …
Kryddvörurnar frá Mill & Mortar eru mjög vinsælar. Kryddin kitla bragðlauka allra matgæðinga. mbl.is/Árni Sæberg

Krydd, skart og kósíheit

Hvort sem þú ert á höttunum eftir gjöf sem hittir í mark, hinu fullkomna kryddi í matseldina, skarti fyrir kvöldið eða nýjum náttfötum fyrir komandi kósíheit, þá finnurðu þetta allt í SALT verslun. 

Mill & Mortar kryddvörurnar úr SALT verslun hafa notið mikillar hylli undanfarið og eru frábær í hvers kyns matseld. Kryddin eru unnin úr náttúrulegum jurtum frá umhverfisvottuðum bændum víðs vegar um heim þar sem hægt er að fylgjast með uppskerunni frá upphafi til enda. Kryddin frá Mill & Mortar taka bragðlaukana í ferðalag en þau eru fáanleg í fallegum pakkningum og eru því fullkomin gjöf handa sælkerum og matgæðingum miklum.

Vargen og Thor framleiða frábær áhöld í eldhúsið þar sem hönnunin er ekki einungis fyrir augað heldur einnig fyrir gæðin. Pottarnir og pönnurnar frá þeim gera matseldina margfalt skemmtilegri og auðveldari þar sem gæðin eru algerlega höfð í forgrunni.

Skartið frá Hilke er einstaklega fallegt - sjón er sögu …
Skartið frá Hilke er einstaklega fallegt - sjón er sögu ríkari. mbl.is/Árni Sæberg

Hilke skartgripa- og heimilisvöruhönnuður er þekktur fyrir einstaka og fallega hönnun sem dregur mikinn innblástur frá Ítalíu. Vörurnar frá Hilke eru einstaklega fallegar og eru eins konar punkturinn yfir i-ið hvort sem um skart eða heimilisvörur er að ræða. 

Nú þegar líða fer að jólum er ekki úr vegi að nefna jólarúmfötin frá Reylín og danska lakkrísinn frá Bagsværd Lakrids sem hvort tveggja fæst í SALT verslun - verslun fagurkerans. Rúmfötin hafa verið sérlega vinsæl hér á landi síðustu ár en vörulínan heitir 13 nætur til jóla og færir rétta jólaandann yfir heimilið. 

Handgerði lakkrísinn frá Bagsværd Lakrids er sígild sælkeragjöf sem bragð er af og á alltaf við. Lakkrísinn kemur í plötum og einnig sem konfekt en þetta er nýjung hér á landi sem mun tvímælalaust koma íslenskum lakkrísaðdáendum skemmtilega á óvart.  

Við tökum vel á móti þér

Þjónustulundin og hlýja andrúmsloftið er engu líkt í SALT verslun. Starfsfólk verslunarinnar hefur mikla ástríðu fyrir því að veita viðskiptavinum persónulega og framúrskarandi þjónustu. Þar er allt kapp lagt á þægilegt viðmót í fallegu umhverfi, hagstætt verð og skemmtilegt vöruúrval.

Verið velkomin til okkar í Ármúla 11 eða gerið góð kaup í gegnum vefverslun okkar með því að smella hér. 

Notið afsláttarkóðann SALT15 til að fá 15% afslátt af öllum vörum sem verslaðar eru í gegnum vefverslun út þessa viku. 

Handgerði danski lakkrísinn frá Bagsværd er frábær tækifærisgjöf.
Handgerði danski lakkrísinn frá Bagsværd er frábær tækifærisgjöf. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is