Hagræðingaraðgerðirnar sem Reykjavíkurborg réðst í fyrir ári síðan eru að skila sér, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknarflokksins.
Hagræðingaraðgerðirnar sem Reykjavíkurborg réðst í fyrir ári síðan eru að skila sér, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknarflokksins.
Hagræðingaraðgerðirnar sem Reykjavíkurborg réðst í fyrir ári síðan eru að skila sér, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknarflokksins.
„Við gerðum plan sem var gagnrýnt fyrir að vera bæði óraunhæft annars vegar og metnaðarlaust hins vegar en tölurnar sýna að sú gagnrýni átti ekki við nein rök að styðjast. Við erum ábyrg og tökum í hornin á rekstrinum þegar á þarf að halda,” segir Einar, sem ræddi við blaðamann að loknum fundi í Ráðhúsinu þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt.
Einar bendir á að samkvæmt ársreikningi fyrir 2021 hafi hallinn verið 3.8 milljarðar en þegar að hann hóf störf í Ráðhúsinu um mitt síðasta ár og sá fyrsta hálfsársuppgjörið þarsíðasta haust var hallinn kominn upp í 9,8 milljarða.
„Útkoman var 15,6 milljarða halli. Þannig að við fórum strax í það að hagræða, gripum til aðhaldsaðgerða varðandi ráðningar og fórum grundigt ofan í reksturinn með 100 aðgerðum sem skilaði milljarði og svo önnur hagræðing sem skilaði tveimur milljörðum í viðbót,” segir Einar.
„Stóra fréttin er þessi: Við gerðum öflugt plan, sýndum öflugt viðbragð við afar erfiðri stöðu og við erum að ná meiri viðsnúningi á þessu ári en við þorðum að vona. Við erum núna að skila af okkur fjárhagsáætlun fyrir næsta ár þar sem stefnan er að vera með tæplega 600 milljónir í afgang. Þá erum við einu ári á undan áætlun varðandi fimm ára planið um að skila rekstri aðalsjóðs með afgangi,” bætir hann við.
Spurður segir Einar að umdræddar 100 aðgerðir séu allar komnar til framkvæmda. Aftur á móti hafi verið ákveðið að hlusta á hagsmunaaðila sem mótmæltu nokkrum aðgerðum og þær því útfærðar á annan hátt. „Það er vegna þess að við berum ábyrgð sem stjórnvöld að huga að hagsmunum borgaranna. Við ráðgerðum að spara milljarð, náðum inn á þessu ári 970 milljónum, þannig að það standa 30 milljónir út af sem nást með tíð og tíma.”
Hann segir niðurskurðinn hafa verið erfiðan. Mjög krefjandi og lærdómsríkt hafi verið að koma inn þessar aðstæður.
„Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir og það þarf hugrekki og festu til að ráðast á vandann. Það stöndum við í Framsókn fyrir og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð,” segir borgarfulltrúinn jafnframt.