Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur og viðskiptakona festu kaup á iðnaðarhúsnæði við Krókháls sumarið 2022. Planið var að opna vinnurými fyrir fólk í eigin rekstri en það varð þó ekki raunin því fyrr á þessu ári settu þau húsnæðið á sölu. Um er að ræða 258 fm pláss í húsi sem reist var 1990.
Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur og viðskiptakona festu kaup á iðnaðarhúsnæði við Krókháls sumarið 2022. Planið var að opna vinnurými fyrir fólk í eigin rekstri en það varð þó ekki raunin því fyrr á þessu ári settu þau húsnæðið á sölu. Um er að ræða 258 fm pláss í húsi sem reist var 1990.
Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur og viðskiptakona festu kaup á iðnaðarhúsnæði við Krókháls sumarið 2022. Planið var að opna vinnurými fyrir fólk í eigin rekstri en það varð þó ekki raunin því fyrr á þessu ári settu þau húsnæðið á sölu. Um er að ræða 258 fm pláss í húsi sem reist var 1990.
„Okkur langaði að skapa rými fyrir fólk sem er í eigin rekstri og búa til skapandi umhverfi. En margir sem vinna sjálfstætt þekkja það vel að vera „einir“ í vinnunni en með Business Pad viljum við einmitt hafa umhverfið opið og skapandi sem ýtir undir það að fólk hittir annað fólk. Leigjendum gefst tækifæri á að leigja herbergi undir sinn rekstur ásamt því að hafa afnot af fundarrými, „lounge“ svæði og fleira,“ sagði Guðmundur í viðtali við Smartland í júlí 2022.
LTF ehf. og Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf. keyptu húsnæðið af Miðbúðin hf. og borguðu fyrir húsnæðið 67 milljónir. Samkvæmt fasteignaskrá fór afsal þó ekki fram. Nú hefur húsnæðið verið selt á 75 milljónir og er nýr eigandi Eignaskjól ehf. sem er í eigu Odds Ragnars Þórðarsonar og Ragnhildar Guðrúnar Pálsdóttur.