Sjávarréttapasta að betri gerðinni með humri

Uppskriftir | 7. nóvember 2023

Sjávarréttapasta að betri gerðinni með humri

Sjávarréttapasta er sannkallaður veislumatur og hér erum við með uppskrift að sjávarréttapasta með humri þar sem við erum með svart tonnarelli linguinpasta í forgrunni sem passar einstaklega vel með sjávarréttum. Heiðurinn að uppskriftinni á Sigrún Margrét Pétursdóttir matgæðingur með meiru. Hægt er að vera með nánast hvaða sjávarfang sem er í réttinum til að mynda er líka mjög gott að vera með risarækjur og hörpudisk.

Sjávarréttapasta að betri gerðinni með humri

Uppskriftir | 7. nóvember 2023

Þetta sjávarréttapasta með humri er sannkallað sælgæti.
Þetta sjávarréttapasta með humri er sannkallað sælgæti. Ljósmynd/Sjöfn

Sjávarréttapasta er sannkallaður veislumatur og hér erum við með uppskrift að sjávarréttapasta með humri þar sem við erum með svart tonnarelli linguinpasta í forgrunni sem passar einstaklega vel með sjávarréttum. Heiðurinn að uppskriftinni á Sigrún Margrét Pétursdóttir matgæðingur með meiru. Hægt er að vera með nánast hvaða sjávarfang sem er í réttinum til að mynda er líka mjög gott að vera með risarækjur og hörpudisk.

Sjávarréttapasta er sannkallaður veislumatur og hér erum við með uppskrift að sjávarréttapasta með humri þar sem við erum með svart tonnarelli linguinpasta í forgrunni sem passar einstaklega vel með sjávarréttum. Heiðurinn að uppskriftinni á Sigrún Margrét Pétursdóttir matgæðingur með meiru. Hægt er að vera með nánast hvaða sjávarfang sem er í réttinum til að mynda er líka mjög gott að vera með risarækjur og hörpudisk.

Sjávarréttapasta með humri

  • 500 g svart Tonnarelli
  • 4-6 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1-2 rauð chilli, smátt söxuð
  • 2 dósir/krukkur hefðbundin stærð, niðursoðnir tómatar
  • 1 ½ tsk. humarkraftur fljótandi
  • 1 bolli vatn
  • 1 sítróna
  • Fersk steinselja eftir smekk, söxuð
  • Svartur pipar eftir smekk
  • Flögusalt eftir smekk
  • Smjör og ólífuolía til steikingar
  • 1 kg skelflettur humar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að afþíða humarinn.
  2. Svissið hvítlauk og chilli í smjöri og ólífuolíu þar til mjúkt og ilmurinn fyllir vitin.
  3. Bætið þá vatninu og humarkraftinum við og leyfið suðunni að koma upp áður en tómötunum er bætt út í ásamt safanum úr ½ sítrónu.
  4. Leyfið sósunni að malla á vægum hita í 20 mínútur.
  5. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum í vel söltu vatni með skvettu af ólífuolíu.
  6. Gott að nýta tímann í að saxa steinselju og rífa börkinn af ½ sítrónu.
  7. Þegar 5 mínútur eru eftir af suðutímanum snöggsteikið þá humarinn upp úr smjöri og ólífuolíu.
  8. Saltið og piprið eftir smekk.
  9. Hellið sósunni út í pönnuna ásamt ¼ bolla af pastavatninu og látið malla í 2-3 mínútur.
  10. Sigtið pastað og færið í stórt fat eða skál ásamt sósunni og humrinum, stráið að lokum steinselju og rifnum sítrónuberki yfir.
  11. Berið fram og njótið.
mbl.is