Söngstjörnur landsins minnast Fiskidagsins Mikla

Frægir ferðast | 7. nóvember 2023

Söngstjörnur landsins minnast Fiskidagsins Mikla

Um helgina var greint frá því að Fiskidagurinn Mikli á Dalvík heyrði nú sögunni til. Þetta kom fram í tilkynningu frá stjórn samnefnds félags, sem hefur haldið utan um hátíðarhöldin frá árinu 2005.

Söngstjörnur landsins minnast Fiskidagsins Mikla

Frægir ferðast | 7. nóvember 2023

Diljá Pétursdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson birtu bæði færslur á …
Diljá Pétursdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson birtu bæði færslur á Instagram. Samsett mynd

Um helgina var greint frá því að Fiskidagurinn Mikli á Dalvík heyrði nú sögunni til. Þetta kom fram í tilkynningu frá stjórn samnefnds félags, sem hefur haldið utan um hátíðarhöldin frá árinu 2005.

Um helgina var greint frá því að Fiskidagurinn Mikli á Dalvík heyrði nú sögunni til. Þetta kom fram í tilkynningu frá stjórn samnefnds félags, sem hefur haldið utan um hátíðarhöldin frá árinu 2005.

Þekktir tónlistarmenn hafa minnst Fiskidagsins Mikla á samfélagsmiðlum með mikilli hlýju og þar á meðal Dalvíkingurinn og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson.

„Þakklæti er mér efst í huga“

„Þakklæti er mér efst í huga nú þegar Fiskidagurinn Mikli heyrir sögunni til. Takk Dalvík fyrir að taka á móti um 600 þúsund gestum á 20 árum. Takk allir listamenn sem fram komu og mitt kæra samstarfsfólk í þessu stórkostlega verkefni. Takk Júlli! Bestur. Takk Samherji fyrir að treysta mér fyrir Fiskidagstónleikunum. Áfram Dalvík,“ skrifaði Friðrik Ómar á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn)

View this post on Instagram

A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn)

„Eitt það allra skemmtilegasta sem ég hef gert“

Eurovision-stjarnan Diljá Pétursdóttir minntist Fiskidagsins Mikla og rifjaði upp skemmtilegar minningar frá síðustu hátíð þar sem hún kom fram ásamt fleira hæfileikaríku fólki.

„Fiskidagurinn mikli 2023 appreciation. Eitt það allra skemmtilegasta sem ég hef gert. TAKK fyrir tækifærið Friðrik Ómar og Selma,“ skrifaði Diljá við myndaseríu frá síðasta Fiskidegi.

mbl.is