Daði Freyr vill komast í Survivor

Raunveruleikaþættir | 8. nóvember 2023

Daði Freyr vill komast í Survivor

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson vill ólmur komast í bandaríska raunveruleikaþáttinn Survivor sem fyrst fór í loftið í maí árið 2000 á CBS.

Daði Freyr vill komast í Survivor

Raunveruleikaþættir | 8. nóvember 2023

Væruð þið til í að sjá Daða spreyta sig í …
Væruð þið til í að sjá Daða spreyta sig í bandarísku raunveruleikaþáttunum Survivor? Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson vill ólmur komast í bandaríska raunveruleikaþáttinn Survivor sem fyrst fór í loftið í maí árið 2000 á CBS.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson vill ólmur komast í bandaríska raunveruleikaþáttinn Survivor sem fyrst fór í loftið í maí árið 2000 á CBS.

Í þáttunum er hópur keppenda settur á einangraðan stað þar sem þeir verða að útvega sér mat, eld og skjól. Keppendur keppa svo í áskorunum þar sem líkamleg geta þeirra eru könnuð, til dæmis með sundi og hlaupi, en einnig andleg geta þeirra með ýmsum þrautum.

„Vil líka eina milljón dollara“

Daði birti tíst á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, þar sem hann spyr CBS hvernig hann geti sótt um að taka þátt í sjónvarpsþáttunum. 

„Hey, Survivor CBS, get ég sótt um að vera með í þættinum ef ég er með vegabréfsáritun (visa) eða þarf ég að vera bandarískur?“ spyr Daði í tístinu.

Einn notandi spyr Daða hvers vegna hann vilji taka þátt í þáttunum og hann svarar: „Vegna þess að þetta eru bestu þættir allra tíma og ég vil líka eina milljón dollara“ en í lok hverrar þáttaraðar stendur einn keppandi eftir sem sigurvegari og hlýtur verðlaunafé upp á eina milljón bandaríkjadala, eða sem nemur 141,5 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

mbl.is