Spænska slúðurblaðið Hola! hefur haldið því fram að ástin hafi blómstrað á milli Genevieve Casanova og Friðriks krónprins Danmerkur en myndir náðust af þeim saman í Madríd á dögunum.
Spænska slúðurblaðið Hola! hefur haldið því fram að ástin hafi blómstrað á milli Genevieve Casanova og Friðriks krónprins Danmerkur en myndir náðust af þeim saman í Madríd á dögunum.
Casanova, sem er fyrrverandi tengdadóttir milljarðamæringsins hertogynjunnar af Alba, hefur í kjölfarið sent frá sér tilkynningu þar sem hún neitar orðróminum staðfastlega og segir hann rætinn og byggðan á útúrsnúningi. Hún ætlar að leita réttar síns og hefur sett lögfræðinga sína í málið.
Prinsinn og Casanova voru saman í Madrid og fóru saman á sýningu á verkum Pablo Picasso. Eftir það fóru þau saman út að borða og röltu um götur borgarinnar.
Sagt er að prinsinn hafi átt að fara á sýninguna með sameiginlegum vini þeirra sem þurfti að afboða sig á síðustu stundu. Casanova kom því í hans stað. Þau hafi verið saman á fjölförnum stöðum og borðað í viðurvist annarra gesta.
Friðrik og Mary, sem hafa verið gift í 19 ár, eru nú í opinberri heimsókn á Spáni.