Telja losun skolvatns örugga séu skilyrði uppfyllt

Mengandi hreinsibúnaður skipa | 8. nóvember 2023

Telja losun skolvatns örugga séu skilyrði uppfyllt

Skip sem nota vothreinsikerfi (e. scrubber), sem á að draga úr losun mengandi efna í andrúmsloftið við bruna á svartolíu, losa skolunarvatn í hafið umhverfis Ísland. Íslensk yfirvöld segja ekki talið að losunin hafi skaðleg áhrif á umhverfið að því gefnu að kerfin uppfylli staðla, en segjast þó meðal annars fylgjast með því sem gerist á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) sem hefur vakið athygli á því að sífellt fleiri vísindarannsóknir sýna fram á mengandi áhrif losun skolvatns hreinsikerfanna í hafið.

Telja losun skolvatns örugga séu skilyrði uppfyllt

Mengandi hreinsibúnaður skipa | 8. nóvember 2023

Íslensk yfirvöld gera ráð fyrir að losun skolunarvatns útblásturshreinsibúnaðs eigi …
Íslensk yfirvöld gera ráð fyrir að losun skolunarvatns útblásturshreinsibúnaðs eigi sér stað umhverfis Ísland, en upplýsa að það sé talið öruggt uppfylli kerfin sett skilyrði. Rannsóknir gefa þó vísbendingar um að kerfin kunni að skaða heilbrigði hafsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skip sem nota vothreinsikerfi (e. scrubber), sem á að draga úr losun mengandi efna í andrúmsloftið við bruna á svartolíu, losa skolunarvatn í hafið umhverfis Ísland. Íslensk yfirvöld segja ekki talið að losunin hafi skaðleg áhrif á umhverfið að því gefnu að kerfin uppfylli staðla, en segjast þó meðal annars fylgjast með því sem gerist á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) sem hefur vakið athygli á því að sífellt fleiri vísindarannsóknir sýna fram á mengandi áhrif losun skolvatns hreinsikerfanna í hafið.

Skip sem nota vothreinsikerfi (e. scrubber), sem á að draga úr losun mengandi efna í andrúmsloftið við bruna á svartolíu, losa skolunarvatn í hafið umhverfis Ísland. Íslensk yfirvöld segja ekki talið að losunin hafi skaðleg áhrif á umhverfið að því gefnu að kerfin uppfylli staðla, en segjast þó meðal annars fylgjast með því sem gerist á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) sem hefur vakið athygli á því að sífellt fleiri vísindarannsóknir sýna fram á mengandi áhrif losun skolvatns hreinsikerfanna í hafið.

Þetta má lesa úr svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn 200 mílna um notkun vothreinsibúnaðar við Íslandsstrendur, en nýlega var fjallað um hvernig rekja megi töluvert af skaðlegum efnum í höfnum Evrópusambandsins til notkun hreinsunartækjanna.

„Gera má ráð fyrir að skolvatn sé losað í hafið við Ísland. Skipum með hreinsikerfi fyrir útblástursloft (scrubbera) er heimil losun ef þau uppfylla þau viðmið sem sett eru fram í leiðbeiningum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) um hreinsikerfi. Leiðbeiningarnar eru m.a. gefnar út með það að markmiði að losun efna frá hreinsibúnaðinum sé ekki meiri en ásættanlegt getur talist. Þrátt fyrir að þetta séu leiðbeiningar og þ.a.l. ekki bindandi almennt séð þá hefur Ísland lögfest þessar leiðbeiningar með reglugerð. […] Ef skip uppfyllir framangreind viðmið er litið svo á að sýnt hafi verið fram á að losun skolvatnsins hafi ekki umtalsverð neikvæð áhrif,“ segir í svarinu.

Vekur ráðuneytið athygli á að það sé fánaríki skipa sem gefur út skírteini fyrir mengunarvarnarbúnað um borð og staðfesti þannig að hann uppfylli kröfur alþjóðlega siglingasáttmálans, MARPOL-samninginn. „Skip eiga að sæta skoðun árlega og þá er m.a. skoðað hvort að búnaður þeirri virki sem skyldi. Það er því gengið út frá því að farið sé að þeim reglum sem hérlendis gilda, nema annað komi í ljós t.d. í hafnarríkiseftirliti Samgöngustofu.“

Fylgjast með

Bent er í svarinu á að til skoðunar er innan IMO hvort ástæða sé til að gera breytingar á þeim viðauka MARPOL-samningsins sem snýr að þessum þáttum þannig að innleiddar verði bindandi, samræmdar reglur í stað leiðbeininga. Sú skoðun er enn í vinnslu og er gert ráð fyrir að þeirri skoðun verði ekki lokið fyrr en árið 2025.

„Ríki ESB hafa komið því á framfæri innan IMO að æ fleiri vísindalegar rannsóknir hafi sýnt fram á möguleg neikvæð áhrif af losun þvottavatns frá hreinsikerfum fyrir útblástursloft skip. Ísland fylgist með því sem gerist á vettvangi IMO og ESB um það hvort setja eigi frekari reglur um losun þvottvatns frá hreinsikerfum fyrir útblástursloft skipa,“ segir að lokum.

Ódýr orkugjafi

Svartolía er ódýrari en flest annað eldsneyti en notkun hennar á norðurslóðum hefur verið bönnuð samkvæmt óbindandi samkomulagi aðildarríkja IMO. Ákvörðunin var tekin vegna þeirrar sótmengunar sem olíunni fylgir sem og losun brennisteins. Hreinsunarkerfin draga úr losun þessa efna og er heimilt að brenna áfram svartolíu séu slík hreinsikerfi um borð í skipunum sem hana nota.

Úrgangsvatnið sem fellur til við hreinsun útblásturs skipanna má annars vegar skila til sérstakrar förgunar í landi en einnig er heimilt að losa skolvatni í sjóinn. Talið hefur verið að séu kerfin rétt búin sé óhætt að stunda þetta þar sem sjórinn sjái um að dreifa efnunum þannig að þau safnist ekki saman í þannig magni að það hafi neikvæð áhrif á umhverfi og vistkerfi.

Sem fyrr segir fjölgar þeim vísindarannsóknum sem gefa til kynna að hreinsikerfin stuðli að aukinni mengun hafsins. Hafa Náttúruverndarsamtök Íslands hvatt til þess að skipum verði bannað að bera svartolíu um borð á meðan þau eru innan 12 mílna landhelgi Íslands.

Vert er að geta þess að hollenska ráðgjafarstofan CE Delft telur hægt að losna við svartolíuvandann með því að nýta sömu tækni við sjóflutninga og nú er nýtt við landflutninga, þ.e.a.s. að taka upp notkun dísilolíu og vottaðar loftsíur. Þannig verði hægt að minnka sótmengun skipa um 90%.

Sé hraði skipa minnkaður um 20-30% mætti einnig draga úr losun þeirra um 28-47%.

mbl.is