Þegar kemur að því að geyma grænmeti og tryggja gæðin haldi sér virðist vera svo að margir viti ekki alveg hvaða geymsluaðferð sé best. Það virðist vera svo að margir séu ekki að geyma grænmetið á réttum stað eða við réttan hita.
Þegar kemur að því að geyma grænmeti og tryggja gæðin haldi sér virðist vera svo að margir viti ekki alveg hvaða geymsluaðferð sé best. Það virðist vera svo að margir séu ekki að geyma grænmetið á réttum stað eða við réttan hita.
Þegar kemur að því að geyma grænmeti og tryggja gæðin haldi sér virðist vera svo að margir viti ekki alveg hvaða geymsluaðferð sé best. Það virðist vera svo að margir séu ekki að geyma grænmetið á réttum stað eða við réttan hita.
Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna er mikil áhugamanneskja um íslenskt grænmeti og þekkir vel hvernig best er að geyma grænmeti. Ég heimsótti Kristínu á dögunum og spurði hana spjörunum úr hvernig best væri að geyma grænmetið og hvernig við getum spornað gegn matarsóun. Það er ekkert leiðinlegra en að þurfa farga góðu grænmeti.
Hvernig er best að geyma grænmetið yfir höfuð til að halda ferskleikanum og gæðunum við?
„Á öllum miðum okkar sem eru á umbúðunum tökum við fram kjörhitastig hvers grænmetis sem á í hlut. Ef farið er eftir því þá eru mun meiri líkur á að grænmetið geymist lengur,“ segir Kristín.
Skiptir máli í hvernig umbúðum grænmetið er?
„Já það skiptir máli. Umbúðirnar þurfa að verja grænmetið fyrir hnjaski sem dæmi og einnig sjá til þess að það missi ekki vökva því ef það gerist þá rýrnar grænmetið fljótt og verður lint. Umbúðir skipta miklu máli þegar kemur að fullnýtingu uppskeru og til að koma í veg fyrir matarsóun. Við pössum við líka vel upp á upprunamerkingar að neytandinn sjá vel að um íslenskt grænmeti sé að ræða og frá hvaða bónda varan kemur til að tryggja rekjanleika. Þetta má allt lesa á umbúðunum.“
Skiptir máli eftir tegundum hvernig grænmetið geymist best? Og ef svo er hver er munurinn eftir tegundum?
„Líftími milli grænmetistegunda getur verið mjög mismunandi. Blómkál og spergilkál eru viðkvæmar tegundir og ef þeim er ekki pakkað inn í réttar umbúðir þá rýrnar það fljótt. Það er sem dæmi ekki sami eiginleiki í matvælafilmu sem sett er utan um spergilkál eða blómkál. Þar sem uppgufun frá þessum tegundum er ekki sú sama. Þarna geta nokkrir dagar til eða frá skipt gríðarlega miklu máli til að koma í veg fyrir matarsóun.“
Hvað hefur grænmeti yfir höfuð langan líftíma?
„Líftíminn getur verið mjög mismunandi eftir tegundum og við hvaða aðstæður það er og hefur verið geymt við. Pottasalat getur enst töluvert lengi ef passað er að halda raka í moldinni, þá getur það enst í nokkrar vikur inni í ísskáp. Líftími gúrkna og paprika getur einnig enst í allt að 2 vikur jafnvel lengur ef passað er að þær verði ekki fyrir vökvatapi og hitasveiflum. Gúrka er 96% vatn og paprika 91% vatn. Flestir geyma þessar tegundir í ísskáp. Þá þarf að hafa plastið utan um gúrkuna og sama á við um paprikuna,“ segir Kristín og ítrekar hversu mikilvægt það er að vita hvaða grænmetistegundir þurfi helst að bera í plastinu eins og gúrkan.
„Kjörhitastig tómata er 10 – 15°C sama á við um gúrkur og paprikur. Margir velja þann kost að geyma tómatana í ísskáp en vissir þú að hann er svo miklu betri og sætari ef hann er geymdur við stofuhita. Þá nær hann að þroskast til fulls og fá þetta ljúffenga sæta tómatabragð sem er svo gott. En hann kannski geymist ekki alveg eins lengi við stofuhita en það er allt í lagi því hann er svo góður þannig að við erum löngu búinn að borða hann áður en hann fer að láta á sjá,“ segir Kristín og brosir.
„Margir eru svolítið óvissir með geymslu grænmetis þegar kjörhitastigið er 10 – 15°C þar sem flestir ísskápar eru stilltir á 4 – 5°C . En best er bara að prófa sig áfram hvort hentar okkur að geyma það í ísskáp eða í stofuhita.“
Er hægt að frysta allt grænmeti?
„Já, það er hægt að fyrsta allt grænmeti. Ef stefnt er að því að geyma það lengi í frysti þá getur verið gott að snöggsjóða það fyrir frystingu, kæla niður og pakka.“
Ertu til í að gefa lesendum góð ráð varðandi geymslu á grænmeti og hvernig best er að halda gæðunum og fá sem mest út úr grænmetinu?
„Passa þarf að grænmetið verði ekki fyrir vökvatapi og sé ekki að lenda í hitasveiflum. Stöðugt hitastig fer best með það. Ef salat, kínakál, hvítkál eða rauðkál er farið að slappast getur verið gott að setja það í ískalt vatn jafnvel að setja nokkra ísmola með í vatnið. Leyfa vatninu að flæða vel yfir og hafa í vatninu í um það bil 30 mínútur áður en þess er neytt. Salatið og kálið ferskast upp við þessa aðferð og nær til sín að hluta þeim vökva sem það hefur tapað. Einnig má skera niður allt grænmeti og fyrsta. Nýta það síðar í súpur, þeytinga og ýmsa grænmetisrétti sem dæmi því ekkert á að fara til spillis.“
Aðspurð segir Kristín að Sölufélag íslenskra garðyrkjubænda leggi mikið upp úr því að upplýsa og fræða neytendur um uppruna grænmetisins, hæfileika þess og hvernig má nýta það sem best. „Við hvetjum alla til að fara inn á heimasíðuna okkar islenskt.is þar er að finna upplýsingar um bændur, ýmsan áhugaverðan fróðleik um íslenskt grænmeti og einnig mikið úrval ljúffengra uppskrifta sem vert er að kynna sér nánar. Íslenskt grænmeti er ríkt að gæðum. Það kemur beint úr nærliggjandi sveit og ratar því ferskt í innkaupakörfur neytenda. Sölufélag garðyrkjumanna er stolt af árangrinum og höldum ótrauð áfram að gera gott betra, til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur,“ segir Kristín að lokum.